Innlent

Raflögnum og rafbúnaði víða ábótavant

af sjúkrahúsi Merkingar í rafmagnstöflum á sjúkrastofnunum voru í ólagi í 80 prósentum tilvika. norciphotos/getty
af sjúkrahúsi Merkingar í rafmagnstöflum á sjúkrastofnunum voru í ólagi í 80 prósentum tilvika. norciphotos/getty
Heilbrigðismál Raflögnum og rafbúnaði á sjúkrastofnunum hér á landi er víða ábótavant. Þetta kemur fram í úttekt Mannvirkjastofnunar á ástandi raflagna og rafbúnaðar á yfir hundrað sjúkrastofnunum.

Mannvirkjastofnun hefur undanfarin þrjú ár látið skoða raflagnir á sjúkrastofnunum til að fá sem gleggsta mynd af ástandi þessara mála og koma ábendingum á framfæri um það sem betur mætti fara.

Í úttekt stofnunarinnar kemur fram að í 80 prósentum tilvika hafi verið gerðar athugasemdir við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum. Þá voru í um 60 prósentum tilvika gerðar athugasemdir við tengla og töfluskápa.

„Úr sumum ágöllum má bæta með betri umgengni en flestar athugasemdirnar kalla á fagþekkingu,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. Gamall og bilaður rafbúnaður og aðgæsluleysi fólks eru meðal helstu orsaka rafmagnsbruna. „Eigendur og forráðamenn á sjúkrastofnunum bera ábyrgð á ástandi þess rafbúnaðar sem þar er notaður. Því er brýnt að löggiltur rafverktaki yfirfari raflagnir og rafbúnað á fyrrgreindum stöðum svo að öryggi sjúklinga og starfsfólks sé tryggt.“ - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×