Kynþokkafyllsti maður heims fjölgar sér á næsta ári 19. desember 2012 06:00 Fallegt fólk Tatum-hjónin hafa svo sannarlega útlitið með sér og má því ætla að það sama verði að segja um væntanlegt afkvæmi þeirra. Nordicphotos/Getty „Það er opinbert! Tvær ótrúlega fallegar sálir eru í þann mund að færa aðra fallega sál inn í þennan heim," var skrifað á Facebook-síðu kyntröllsins Channings Tatum á mánudagskvöldið og mynd af honum og eignkonu hans Jennu Dewan-Tatum látin fylgja með. Channing og Jenna, sem bæði eru 32 ára, kynntust þegar þau léku saman í dansmyndinni Step Up árið 2006. Það var fyrsta myndin í Step Up-ævintýrinu en síðan hafa verið gerðar þrjár myndir til viðbótar. Þau giftu sig árið 2009 og eiga nú von á sínu fyrsta barni. Jenna mætti í veislu á vegum VH-1 á sunnudaginn og stillti sér þá upp í myndatöku þar sem vel mátti sjá móta fyrir óléttukúlunni. Þar sagði hún í viðtali við Access Hollywood að þau hjón vildu klárlega eignast fjölskyldu og að það myndi gerast þegar það ætti að gerast. Nokkrum klukkutímum síðar var óléttan staðfest og Channing þakkaði allar hamingjuóskirnar á Twitter-síðu sinni í gær. Það má vel ætla að barnið komi til með að hafa útlitið með sér, en báðir eru foreldrarnir taldir einstaklega myndarlegir. Jafnframt leikferlinum hefur Jenna unnið fyrir sér sem fyrirsæta í mörg ár og þær eru margar stúlkurnar sem dreymir um Channing Tatum, dags og nætur. Því til sönnunar var hann valinn kynþokkafyllsti maður í heimi af tímaritinu People nú í nóvember og tók þar með titilinn af hjartaknúsaranum Bradley Cooper. Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
„Það er opinbert! Tvær ótrúlega fallegar sálir eru í þann mund að færa aðra fallega sál inn í þennan heim," var skrifað á Facebook-síðu kyntröllsins Channings Tatum á mánudagskvöldið og mynd af honum og eignkonu hans Jennu Dewan-Tatum látin fylgja með. Channing og Jenna, sem bæði eru 32 ára, kynntust þegar þau léku saman í dansmyndinni Step Up árið 2006. Það var fyrsta myndin í Step Up-ævintýrinu en síðan hafa verið gerðar þrjár myndir til viðbótar. Þau giftu sig árið 2009 og eiga nú von á sínu fyrsta barni. Jenna mætti í veislu á vegum VH-1 á sunnudaginn og stillti sér þá upp í myndatöku þar sem vel mátti sjá móta fyrir óléttukúlunni. Þar sagði hún í viðtali við Access Hollywood að þau hjón vildu klárlega eignast fjölskyldu og að það myndi gerast þegar það ætti að gerast. Nokkrum klukkutímum síðar var óléttan staðfest og Channing þakkaði allar hamingjuóskirnar á Twitter-síðu sinni í gær. Það má vel ætla að barnið komi til með að hafa útlitið með sér, en báðir eru foreldrarnir taldir einstaklega myndarlegir. Jafnframt leikferlinum hefur Jenna unnið fyrir sér sem fyrirsæta í mörg ár og þær eru margar stúlkurnar sem dreymir um Channing Tatum, dags og nætur. Því til sönnunar var hann valinn kynþokkafyllsti maður í heimi af tímaritinu People nú í nóvember og tók þar með titilinn af hjartaknúsaranum Bradley Cooper.
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira