Bandaríkin kröfðust hertra varna gegn laumufarþegum 19. desember 2012 06:00 Bandarísk yfirvöld telja öryggi á hafnarsvæðum hérlendis ábótavant og hafa krafist þess að úr því verði bætt. Þau telja óviðunandi að sami, smái hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér. Í samskiptum fulltrúa bandaríska heimavarnarráðuneytisins við íslensk yfirvöld hefur komið fram að annars kunni íslensk skip að verða færð niður um öryggisflokk, sem mundi til dæmis kalla á mun ítarlegri skoðun við komuna til Bandaríkjanna en áður. „Menn vilja hafa það alveg geirneglt að laumufarþegar komist ekki um borð í skip og flugför sem fara hér um," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, sem tók fyrir nokkrum vikum á móti sendinefnd frá heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna sem hingað kom til að kynna sér aðstæður. Samkvæmt heimildum blaðsins fundaði hópurinn jafnframt með fulltrúum Siglingastofnunar og hérlendra skipafélaga. Hjá Siglingastofnun var vísað á ráðuneytið vegna málsins og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, vildi heldur ekkert segja. Fyrir nokkrum dögum barst Siglingastofnun svo bréf frá Bandaríkjamönnunum í kjölfar heimsóknarinnar. Afrit af því var sent til ráðuneytisins. Heimildir Fréttablaðsins herma að í bréfinu sé látin í ljós talsverð óánægja með viðbrögð íslenskra stjórnvalda í heimsókninni fyrir nokkrum vikum. Fréttablaðið óskaði eftir því við ráðuneytið að fá bréfið afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til þess að það innihéldi viðkvæmar upplýsingar um siglingaöryggi. „Satt að segja hef ég sannfærst um það fyrir mitt leyti að það er afar vel staðið að þessum málum hér á landi. Í samræmi við það hef ég átt svolítið erfitt með að skilja strangar aðfinnslur Bandaríkjamanna," segir Ögmundur. Hann kveðst ekki hafa skoðað bréfið en telji málið þó í góðum farvegi. Það sé mikið hagsmunamál að siglingar um Ísland gangi snurðulaust fyrir sig. „Ég held að sameiginleg skoðun á málinu muni annars vegar leiða í ljós að þessi mál eru í betra horfi en einhverjir kynnu að hafa haldið og hins vegar að ef eitthvað þurfi að laga þá sé vilji til þess. Að sjálfsögðu yrði það hins vegar gert á okkar forsendum," segir hann. - sh Fréttir Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Bandarísk yfirvöld telja öryggi á hafnarsvæðum hérlendis ábótavant og hafa krafist þess að úr því verði bætt. Þau telja óviðunandi að sami, smái hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér. Í samskiptum fulltrúa bandaríska heimavarnarráðuneytisins við íslensk yfirvöld hefur komið fram að annars kunni íslensk skip að verða færð niður um öryggisflokk, sem mundi til dæmis kalla á mun ítarlegri skoðun við komuna til Bandaríkjanna en áður. „Menn vilja hafa það alveg geirneglt að laumufarþegar komist ekki um borð í skip og flugför sem fara hér um," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, sem tók fyrir nokkrum vikum á móti sendinefnd frá heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna sem hingað kom til að kynna sér aðstæður. Samkvæmt heimildum blaðsins fundaði hópurinn jafnframt með fulltrúum Siglingastofnunar og hérlendra skipafélaga. Hjá Siglingastofnun var vísað á ráðuneytið vegna málsins og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, vildi heldur ekkert segja. Fyrir nokkrum dögum barst Siglingastofnun svo bréf frá Bandaríkjamönnunum í kjölfar heimsóknarinnar. Afrit af því var sent til ráðuneytisins. Heimildir Fréttablaðsins herma að í bréfinu sé látin í ljós talsverð óánægja með viðbrögð íslenskra stjórnvalda í heimsókninni fyrir nokkrum vikum. Fréttablaðið óskaði eftir því við ráðuneytið að fá bréfið afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til þess að það innihéldi viðkvæmar upplýsingar um siglingaöryggi. „Satt að segja hef ég sannfærst um það fyrir mitt leyti að það er afar vel staðið að þessum málum hér á landi. Í samræmi við það hef ég átt svolítið erfitt með að skilja strangar aðfinnslur Bandaríkjamanna," segir Ögmundur. Hann kveðst ekki hafa skoðað bréfið en telji málið þó í góðum farvegi. Það sé mikið hagsmunamál að siglingar um Ísland gangi snurðulaust fyrir sig. „Ég held að sameiginleg skoðun á málinu muni annars vegar leiða í ljós að þessi mál eru í betra horfi en einhverjir kynnu að hafa haldið og hins vegar að ef eitthvað þurfi að laga þá sé vilji til þess. Að sjálfsögðu yrði það hins vegar gert á okkar forsendum," segir hann. - sh
Fréttir Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira