Tæplega 90% Íslendinga ferðast innanlands 14. febrúar 2012 08:50 Tæplega níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra, sem er svipað og árin á undan. Tæplega tveir þriðju aðspurðra ferðuðust til útlanda á árinu 2011, eða 63,3%, en var 56,3% í sambærilegri könnun fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í könnun sem Ferðamálastofa lét MMR gera í síðasta mánuði þar sem spurt var um ferðalög Íslendinga á árinu 2011 og ferðaáform þeirra í ár. Júlí var sem fyrr langvinsælasti mánuðurinn til ferðalaga innanlands en 72,0% landsmanna nýttu þann mánuð til ferðalaga. Fast á eftir fylgja ferðalög landsmanna í ágústmánuði (63,2%) og júní (52,4%). Á vor- og haustmánuðum, þ.e. í apríl, maí, september og október, ferðaðist um fimmtungur í hverjum mánuði en mun minna var ferðast aðra mánuði ársins. Meðaldvalarlengd á ferðalögum innanlands var 14,0 nætur árið 2011. Um er að ræða ívið styttri dvalarlengd og árið 2010 en þá var hún 14,9 nætur. Stærsti hópurinn dvaldi í tvær vikur, eða einn af hverjum fjórum. Litlu færri dvöldu í 7-10 nætur en tæp 18% dvöldu í 4-6 nætur og svipað hlutfall í þrjár vikur eða lengur. Tjald, fellihýsi eða húsbíll var algengasti gistimátinn, eða í 44,6% tilvika. Þó dregur nokkuð hlutfallslega úr slíkri gistingu þar sem 52,2% nefndu þennan kost fyrir tveimur árum. Gisting hjá vinum og ættingjum er sem fyrr vinsæl, en tæp 44% nefna þann kost nú. Þá kemur orlofshús eða íbúð í eigu félagasamtaka með 38,6% og sumarhús eða íbúð í einkaeign (37,5%). Sund og jarðböð eru sú afþreying sem flestir landsmenn greiddu fyrir á ferðalögum árið 2011 eða tveir landsmenn af hverjum þremur. Margir (36,3%) borguðu sig inn á söfn eða sýningar, leikhús eða tónleika (17,8%), fyrir veiði (17,7%), golf (12,7%) eða bátsferð (10,2%). Norðurland og Suðurland voru líkt og í undanförnum könnunum þeir landshlutar sem flestir landsmenn heimsóttu á árinu 2011 eða tæplega þrír af hverjum fimm. Þó nefna heldur færri Norðurland en í síðustu könnun og sama má segja um Austurland en þangað ferðaðist einn af hverjum fimm í fyrra í stað eins af hverjum fjórum 2010. Fleiri nefna Höfuðborgarsvæðið en í síðustu könnun. Þegar spurt var um hvaða staði fólk heimsótti í fyrra má sjá að Siglufjörður tekur mikið stökk upp á við. Hlutfallið fer úr 8% árið 2010 í 17,7% 2011. Þá nefna einnig talsvert fleiri Skagafjörð (22,1) en í síðustu könnun. Á landsvísu er Skagafjörður í fjórða sæti og Siglufjörður í því fimmta yfir þá staði sem flestir heimsóttu í fyrra. Flestir nefna sem fyrr Akureyri (41,8%), þá koma Þingvellir/Geysir/Gullfoss (27,8) og Akranes/Borgarnes (22,6%). Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Tæplega níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra, sem er svipað og árin á undan. Tæplega tveir þriðju aðspurðra ferðuðust til útlanda á árinu 2011, eða 63,3%, en var 56,3% í sambærilegri könnun fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í könnun sem Ferðamálastofa lét MMR gera í síðasta mánuði þar sem spurt var um ferðalög Íslendinga á árinu 2011 og ferðaáform þeirra í ár. Júlí var sem fyrr langvinsælasti mánuðurinn til ferðalaga innanlands en 72,0% landsmanna nýttu þann mánuð til ferðalaga. Fast á eftir fylgja ferðalög landsmanna í ágústmánuði (63,2%) og júní (52,4%). Á vor- og haustmánuðum, þ.e. í apríl, maí, september og október, ferðaðist um fimmtungur í hverjum mánuði en mun minna var ferðast aðra mánuði ársins. Meðaldvalarlengd á ferðalögum innanlands var 14,0 nætur árið 2011. Um er að ræða ívið styttri dvalarlengd og árið 2010 en þá var hún 14,9 nætur. Stærsti hópurinn dvaldi í tvær vikur, eða einn af hverjum fjórum. Litlu færri dvöldu í 7-10 nætur en tæp 18% dvöldu í 4-6 nætur og svipað hlutfall í þrjár vikur eða lengur. Tjald, fellihýsi eða húsbíll var algengasti gistimátinn, eða í 44,6% tilvika. Þó dregur nokkuð hlutfallslega úr slíkri gistingu þar sem 52,2% nefndu þennan kost fyrir tveimur árum. Gisting hjá vinum og ættingjum er sem fyrr vinsæl, en tæp 44% nefna þann kost nú. Þá kemur orlofshús eða íbúð í eigu félagasamtaka með 38,6% og sumarhús eða íbúð í einkaeign (37,5%). Sund og jarðböð eru sú afþreying sem flestir landsmenn greiddu fyrir á ferðalögum árið 2011 eða tveir landsmenn af hverjum þremur. Margir (36,3%) borguðu sig inn á söfn eða sýningar, leikhús eða tónleika (17,8%), fyrir veiði (17,7%), golf (12,7%) eða bátsferð (10,2%). Norðurland og Suðurland voru líkt og í undanförnum könnunum þeir landshlutar sem flestir landsmenn heimsóttu á árinu 2011 eða tæplega þrír af hverjum fimm. Þó nefna heldur færri Norðurland en í síðustu könnun og sama má segja um Austurland en þangað ferðaðist einn af hverjum fimm í fyrra í stað eins af hverjum fjórum 2010. Fleiri nefna Höfuðborgarsvæðið en í síðustu könnun. Þegar spurt var um hvaða staði fólk heimsótti í fyrra má sjá að Siglufjörður tekur mikið stökk upp á við. Hlutfallið fer úr 8% árið 2010 í 17,7% 2011. Þá nefna einnig talsvert fleiri Skagafjörð (22,1) en í síðustu könnun. Á landsvísu er Skagafjörður í fjórða sæti og Siglufjörður í því fimmta yfir þá staði sem flestir heimsóttu í fyrra. Flestir nefna sem fyrr Akureyri (41,8%), þá koma Þingvellir/Geysir/Gullfoss (27,8) og Akranes/Borgarnes (22,6%).
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira