Tæplega 90% Íslendinga ferðast innanlands 14. febrúar 2012 08:50 Tæplega níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra, sem er svipað og árin á undan. Tæplega tveir þriðju aðspurðra ferðuðust til útlanda á árinu 2011, eða 63,3%, en var 56,3% í sambærilegri könnun fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í könnun sem Ferðamálastofa lét MMR gera í síðasta mánuði þar sem spurt var um ferðalög Íslendinga á árinu 2011 og ferðaáform þeirra í ár. Júlí var sem fyrr langvinsælasti mánuðurinn til ferðalaga innanlands en 72,0% landsmanna nýttu þann mánuð til ferðalaga. Fast á eftir fylgja ferðalög landsmanna í ágústmánuði (63,2%) og júní (52,4%). Á vor- og haustmánuðum, þ.e. í apríl, maí, september og október, ferðaðist um fimmtungur í hverjum mánuði en mun minna var ferðast aðra mánuði ársins. Meðaldvalarlengd á ferðalögum innanlands var 14,0 nætur árið 2011. Um er að ræða ívið styttri dvalarlengd og árið 2010 en þá var hún 14,9 nætur. Stærsti hópurinn dvaldi í tvær vikur, eða einn af hverjum fjórum. Litlu færri dvöldu í 7-10 nætur en tæp 18% dvöldu í 4-6 nætur og svipað hlutfall í þrjár vikur eða lengur. Tjald, fellihýsi eða húsbíll var algengasti gistimátinn, eða í 44,6% tilvika. Þó dregur nokkuð hlutfallslega úr slíkri gistingu þar sem 52,2% nefndu þennan kost fyrir tveimur árum. Gisting hjá vinum og ættingjum er sem fyrr vinsæl, en tæp 44% nefna þann kost nú. Þá kemur orlofshús eða íbúð í eigu félagasamtaka með 38,6% og sumarhús eða íbúð í einkaeign (37,5%). Sund og jarðböð eru sú afþreying sem flestir landsmenn greiddu fyrir á ferðalögum árið 2011 eða tveir landsmenn af hverjum þremur. Margir (36,3%) borguðu sig inn á söfn eða sýningar, leikhús eða tónleika (17,8%), fyrir veiði (17,7%), golf (12,7%) eða bátsferð (10,2%). Norðurland og Suðurland voru líkt og í undanförnum könnunum þeir landshlutar sem flestir landsmenn heimsóttu á árinu 2011 eða tæplega þrír af hverjum fimm. Þó nefna heldur færri Norðurland en í síðustu könnun og sama má segja um Austurland en þangað ferðaðist einn af hverjum fimm í fyrra í stað eins af hverjum fjórum 2010. Fleiri nefna Höfuðborgarsvæðið en í síðustu könnun. Þegar spurt var um hvaða staði fólk heimsótti í fyrra má sjá að Siglufjörður tekur mikið stökk upp á við. Hlutfallið fer úr 8% árið 2010 í 17,7% 2011. Þá nefna einnig talsvert fleiri Skagafjörð (22,1) en í síðustu könnun. Á landsvísu er Skagafjörður í fjórða sæti og Siglufjörður í því fimmta yfir þá staði sem flestir heimsóttu í fyrra. Flestir nefna sem fyrr Akureyri (41,8%), þá koma Þingvellir/Geysir/Gullfoss (27,8) og Akranes/Borgarnes (22,6%). Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Tæplega níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra, sem er svipað og árin á undan. Tæplega tveir þriðju aðspurðra ferðuðust til útlanda á árinu 2011, eða 63,3%, en var 56,3% í sambærilegri könnun fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í könnun sem Ferðamálastofa lét MMR gera í síðasta mánuði þar sem spurt var um ferðalög Íslendinga á árinu 2011 og ferðaáform þeirra í ár. Júlí var sem fyrr langvinsælasti mánuðurinn til ferðalaga innanlands en 72,0% landsmanna nýttu þann mánuð til ferðalaga. Fast á eftir fylgja ferðalög landsmanna í ágústmánuði (63,2%) og júní (52,4%). Á vor- og haustmánuðum, þ.e. í apríl, maí, september og október, ferðaðist um fimmtungur í hverjum mánuði en mun minna var ferðast aðra mánuði ársins. Meðaldvalarlengd á ferðalögum innanlands var 14,0 nætur árið 2011. Um er að ræða ívið styttri dvalarlengd og árið 2010 en þá var hún 14,9 nætur. Stærsti hópurinn dvaldi í tvær vikur, eða einn af hverjum fjórum. Litlu færri dvöldu í 7-10 nætur en tæp 18% dvöldu í 4-6 nætur og svipað hlutfall í þrjár vikur eða lengur. Tjald, fellihýsi eða húsbíll var algengasti gistimátinn, eða í 44,6% tilvika. Þó dregur nokkuð hlutfallslega úr slíkri gistingu þar sem 52,2% nefndu þennan kost fyrir tveimur árum. Gisting hjá vinum og ættingjum er sem fyrr vinsæl, en tæp 44% nefna þann kost nú. Þá kemur orlofshús eða íbúð í eigu félagasamtaka með 38,6% og sumarhús eða íbúð í einkaeign (37,5%). Sund og jarðböð eru sú afþreying sem flestir landsmenn greiddu fyrir á ferðalögum árið 2011 eða tveir landsmenn af hverjum þremur. Margir (36,3%) borguðu sig inn á söfn eða sýningar, leikhús eða tónleika (17,8%), fyrir veiði (17,7%), golf (12,7%) eða bátsferð (10,2%). Norðurland og Suðurland voru líkt og í undanförnum könnunum þeir landshlutar sem flestir landsmenn heimsóttu á árinu 2011 eða tæplega þrír af hverjum fimm. Þó nefna heldur færri Norðurland en í síðustu könnun og sama má segja um Austurland en þangað ferðaðist einn af hverjum fimm í fyrra í stað eins af hverjum fjórum 2010. Fleiri nefna Höfuðborgarsvæðið en í síðustu könnun. Þegar spurt var um hvaða staði fólk heimsótti í fyrra má sjá að Siglufjörður tekur mikið stökk upp á við. Hlutfallið fer úr 8% árið 2010 í 17,7% 2011. Þá nefna einnig talsvert fleiri Skagafjörð (22,1) en í síðustu könnun. Á landsvísu er Skagafjörður í fjórða sæti og Siglufjörður í því fimmta yfir þá staði sem flestir heimsóttu í fyrra. Flestir nefna sem fyrr Akureyri (41,8%), þá koma Þingvellir/Geysir/Gullfoss (27,8) og Akranes/Borgarnes (22,6%).
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira