Stjakarnir mynda fullkomna óreglu alfrun@frettabladid.is skrifar 20. desember 2012 08:00 heilluð af fimm- hyrningum Vöru- og innanhússhönnuðurinn Sonja Björk Ragnarsdóttir hefur sent frá sér kertastjakana 5 frá SO by Sonja sem fást meðal annars í Kraumi. Fréttablaðið/Stefán „Mér fannst vanta kertastjaka fyrir há kerti sem væru ekki hringur. Ég er sjálf meira fyrir einfaldleika og beinar línur," segir Sonja Björk Ragnarsdóttir, innanhúss- og vöruhönnuður, sem á heiðurinn að kertastjökunum 5 frá So by Sonja. Kertastjakarnir komu í búðir fyrir stuttu en hafa vakið athygli fyrir skemmtilegt form sitt. Þeir eru fimmhyrningar og fást í mörgum litum og stærðum. „Mér fannst vera mikið um sexhyrninga í hönnun en lítið um fimmhyrninginn en sjálfri finnst mér hann heillandi því það er ekki hægt að raða honum í rétta röð. Hann myndar því hina fullkomna óreglu, svolítið eins og lífið sjálft," segir Sonja Björk og bætir við að það hafi svo verið óvæntur bónus að stjakarnir líkjast stuðlabergi þegar þeir eru settir saman. „Ég var ekkert að hugsa um það fyrr en mér var bent á það, það er greinilegt að þetta íslenska náttúrueinkenni hefur verið í undirmeðvitundinni hjá mér við hönnunina." Sonja Björk er nýflutt heim eftir fimm ára námsdvöl erlendis þar sem hún var eitt ár í Bandaríkjunum og fjögur í Mílanó þar sem hún nam innanhúss- og vöruhönnun. Einnig var Sonja Björk í vinnu hjá tískumerkinu Tod"s, sem sérhæfir sig í fylgihlutum og skóm, þar sem hún sá um útstillingar og glugga í búðum merkisins. „Mér fannst vera kominn tími á að ég kæmi heim núna. Þetta var komið gott úti og öfugt við marga finnst mér Ísland hafa upp á svo margt að bjóða. Hér leynast tækifæri en þegar maður hefur búið úti sér maður oft hlutina í öðru ljósi. Hér er auðveldara að nálgast allt, byrja smátt og þróa að mínu mati." Kertastjakar Sonju fást í búðinni Kraumi við Aðalstræti og hægt er að skoða þá að Facebook-síðunni So by Sonja. Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
„Mér fannst vanta kertastjaka fyrir há kerti sem væru ekki hringur. Ég er sjálf meira fyrir einfaldleika og beinar línur," segir Sonja Björk Ragnarsdóttir, innanhúss- og vöruhönnuður, sem á heiðurinn að kertastjökunum 5 frá So by Sonja. Kertastjakarnir komu í búðir fyrir stuttu en hafa vakið athygli fyrir skemmtilegt form sitt. Þeir eru fimmhyrningar og fást í mörgum litum og stærðum. „Mér fannst vera mikið um sexhyrninga í hönnun en lítið um fimmhyrninginn en sjálfri finnst mér hann heillandi því það er ekki hægt að raða honum í rétta röð. Hann myndar því hina fullkomna óreglu, svolítið eins og lífið sjálft," segir Sonja Björk og bætir við að það hafi svo verið óvæntur bónus að stjakarnir líkjast stuðlabergi þegar þeir eru settir saman. „Ég var ekkert að hugsa um það fyrr en mér var bent á það, það er greinilegt að þetta íslenska náttúrueinkenni hefur verið í undirmeðvitundinni hjá mér við hönnunina." Sonja Björk er nýflutt heim eftir fimm ára námsdvöl erlendis þar sem hún var eitt ár í Bandaríkjunum og fjögur í Mílanó þar sem hún nam innanhúss- og vöruhönnun. Einnig var Sonja Björk í vinnu hjá tískumerkinu Tod"s, sem sérhæfir sig í fylgihlutum og skóm, þar sem hún sá um útstillingar og glugga í búðum merkisins. „Mér fannst vera kominn tími á að ég kæmi heim núna. Þetta var komið gott úti og öfugt við marga finnst mér Ísland hafa upp á svo margt að bjóða. Hér leynast tækifæri en þegar maður hefur búið úti sér maður oft hlutina í öðru ljósi. Hér er auðveldara að nálgast allt, byrja smátt og þróa að mínu mati." Kertastjakar Sonju fást í búðinni Kraumi við Aðalstræti og hægt er að skoða þá að Facebook-síðunni So by Sonja.
Lífið Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira