Þýsk Mercury-sveit til Íslands 21. febrúar 2012 07:00 Johnny Zatylny bregður sér í hlutverk Freddie Mercuy og þykir gera það sérlega vel. Þýska hljómsveitin MerQury, sem spilar vinsælustu lög Queen, stígur á svið í Laugardalshöll 7. apríl. MerQury hefur verið starfandi síðan 1991 og hefur komið fram á um tvö þúsund tónleikum. Það er hinn kanadíski Johnny Zatylny sem bregður sér í hlutverk söngvarans sáluga Freddie Mercury og þykir gera það einkar vel. „Þetta er geggjað dæmi. Það er eins og þú sért að horfa á Freddie Mercury á sviðinu í gyllta búningnum," segir tónleikahaldarinn Sigurður Kolbeinsson. „Þeir hafa haldið rétt rúmar tvö þúsund sýningar og hafa spilað í 21 ár samfleytt og þeir eru mjög öflugir á tónleikum." Stutt er síðan sveitin spilaði í Horsens í Danmörku og þóttu tónleikarnir heppnast sérlega vel. Í fyrra voru liðin tuttugu ár síðan Freddie Mercury dó og af því tilefni voru haldnir fernir tónleikar í Hörpu. Þeir heppnuðust svo vel að ákveðið var að halda aukatónleika í Hörpu 18. apríl, eða aðeins ellefu dögum eftir MerQury-tónleikana í Laugardalshöll. „Það er óheppilegt að þetta skuli vera á sama tíma," segir Sigurður, spurður út í hina tónleikana. Miðasala á Mercury hefst í dag kl. 10 á Midi.is. -fb Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Þýska hljómsveitin MerQury, sem spilar vinsælustu lög Queen, stígur á svið í Laugardalshöll 7. apríl. MerQury hefur verið starfandi síðan 1991 og hefur komið fram á um tvö þúsund tónleikum. Það er hinn kanadíski Johnny Zatylny sem bregður sér í hlutverk söngvarans sáluga Freddie Mercury og þykir gera það einkar vel. „Þetta er geggjað dæmi. Það er eins og þú sért að horfa á Freddie Mercury á sviðinu í gyllta búningnum," segir tónleikahaldarinn Sigurður Kolbeinsson. „Þeir hafa haldið rétt rúmar tvö þúsund sýningar og hafa spilað í 21 ár samfleytt og þeir eru mjög öflugir á tónleikum." Stutt er síðan sveitin spilaði í Horsens í Danmörku og þóttu tónleikarnir heppnast sérlega vel. Í fyrra voru liðin tuttugu ár síðan Freddie Mercury dó og af því tilefni voru haldnir fernir tónleikar í Hörpu. Þeir heppnuðust svo vel að ákveðið var að halda aukatónleika í Hörpu 18. apríl, eða aðeins ellefu dögum eftir MerQury-tónleikana í Laugardalshöll. „Það er óheppilegt að þetta skuli vera á sama tíma," segir Sigurður, spurður út í hina tónleikana. Miðasala á Mercury hefst í dag kl. 10 á Midi.is. -fb
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira