Gengur gegn EES-samningi að banna gengistryggð lán 26. apríl 2012 07:00 bílahaf ESA viðurkennir að neytendasjónarmið geti verið fyrir banni gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Það bann megi þó ekki vera algilt. Fjöldi slíkra lána var veittur vegna bílakaupa.fréttablaðið/valli ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlegar athugasemdir vegna allsherjarbanns við gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Lögum var breytt í þá veru í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána árið 2010. Stofnunin segir þetta ganga gegn EES-samningnum. Meginathugasemd ESA er að þetta fæli fjármálastofnanir frá því að fjármagna lán sín í öðrum myntum en íslenskri krónu. Allsherjarbann við slíkri tengingu sé ekki réttlætanlegt og hægt sé að ná fram neytendavernd á annan máta. Stofnunin tekur fram að álitið hafi ekki áhrif á endurútreikninga gengistryggðra lána eða gjaldeyrishöft. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra efnahagsmála, segir að ESA viðurkenni hugmyndafræðina á bak við lögin. Stofnunin telji hins vegar að altækt bann gangi of langt. „Nú höfum við tvo mánuði til að bregðast við, rökstyðja lögin og eftir atvikum taka til varna eða boða viðbrögð sem þyrfti að grípa til." Hann vill ekki fara mikið út í það hvaða breytingar þetta hefði í för með sér, yrði Ísland að fara eftir álitinu. „Það kann að vera að við þyrftum að gera einhverjar breytingar og aðgreina betur einstaklinga og lögaðila, en ég vil ekki fara mikið út í það." Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segist mjög ósammála túlkun ESA. Hann segir bannið á engan hátt snúa að fjármagnsflutningum á milli landa. „Þetta fjallar einfaldlega um hvort tengja megi verðgildi íslensku krónunnar við aðra gjaldmiðla." Hann býst því ekki við að þetta hafi mikil áhrif hér á landi. Bréfið frá ESA er svokölluð formleg athugasemd (e. Letter of Formal Notice). Sé stofnunin ósátt við svarbréf Íslendinga getur hún sent rökstutt álit (e. Reasoned Opinion) sem Íslendingar fá rúm til að svara. Sé það svar ekki tekið til greina gæti málið endað fyrir EFTA-dómstólnum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlegar athugasemdir vegna allsherjarbanns við gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Lögum var breytt í þá veru í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána árið 2010. Stofnunin segir þetta ganga gegn EES-samningnum. Meginathugasemd ESA er að þetta fæli fjármálastofnanir frá því að fjármagna lán sín í öðrum myntum en íslenskri krónu. Allsherjarbann við slíkri tengingu sé ekki réttlætanlegt og hægt sé að ná fram neytendavernd á annan máta. Stofnunin tekur fram að álitið hafi ekki áhrif á endurútreikninga gengistryggðra lána eða gjaldeyrishöft. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra efnahagsmála, segir að ESA viðurkenni hugmyndafræðina á bak við lögin. Stofnunin telji hins vegar að altækt bann gangi of langt. „Nú höfum við tvo mánuði til að bregðast við, rökstyðja lögin og eftir atvikum taka til varna eða boða viðbrögð sem þyrfti að grípa til." Hann vill ekki fara mikið út í það hvaða breytingar þetta hefði í för með sér, yrði Ísland að fara eftir álitinu. „Það kann að vera að við þyrftum að gera einhverjar breytingar og aðgreina betur einstaklinga og lögaðila, en ég vil ekki fara mikið út í það." Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segist mjög ósammála túlkun ESA. Hann segir bannið á engan hátt snúa að fjármagnsflutningum á milli landa. „Þetta fjallar einfaldlega um hvort tengja megi verðgildi íslensku krónunnar við aðra gjaldmiðla." Hann býst því ekki við að þetta hafi mikil áhrif hér á landi. Bréfið frá ESA er svokölluð formleg athugasemd (e. Letter of Formal Notice). Sé stofnunin ósátt við svarbréf Íslendinga getur hún sent rökstutt álit (e. Reasoned Opinion) sem Íslendingar fá rúm til að svara. Sé það svar ekki tekið til greina gæti málið endað fyrir EFTA-dómstólnum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira