Framsækinn Lundúnarappari 25. október 2012 16:00 Nú þegar aðeins tæp vika er í að tónlistarveislan Iceland Airwaves skelli á eru margir á fullu að kynna sér þá listamenn sem spila á hátíðinni í ár. Það er gjarnan þannig með Airwaves að þegar maður skoðar listann í byrjun þá kannast maður ekki við næstum því öll nöfnin, en um leið og maður kynnir sér óþekktu nöfnin, þá fjölgar atriðunum sem maður má ekki missa af hratt. Breski tónlistarmaðurinn Ghostpoet er kominn á minn lista yfir ómissandi atriði á Airwaves 2012. Ghostpoet heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe. Hann er af nígerískum og dóminíkönskum ættum, en er fæddur og uppalinn í Suður-London. Hann sendi frá sér sína fyrstu EP-plötu árið 2010 en fyrsta stóra platan, Peanut Butter Blues & Melancholy Jam, kom í febrúar 2011. Hún fékk strax frábærar viðtökur og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna það ár. Plötu númer tvö frá kappanum er beðið með mikilli eftirvæntingu, en hún er væntanleg snemma á næsta ári. Ghostpoet er enskur rappari. Röddin hans minnir á köflum svolítið á meistara Roots Manuva og umfjöllunarefnin eru tekin beint úr hversdagsveruleika Lundúnaborgar. Tónlistin sem hljómar undir rímunum er hins vegar mjög fjölbreytt og framsækin blanda af poppi og raftónlist. Það kemur sennilega engum á óvart að Mike Skinner (The Streets) er mikill aðdáandi Ghostpoets. Ghostpoet spilar á Þýska barnum á laugardagskvöldinu. Þar verður mjög flott dagskrá það kvöld, en auk hans spila meðal annars Ghostigital (klikka aldrei á Airwaves), Bloodgroup, Ojba Rasta og austurrísku töffararnir í Electro Guzzi. Lífið Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Nú þegar aðeins tæp vika er í að tónlistarveislan Iceland Airwaves skelli á eru margir á fullu að kynna sér þá listamenn sem spila á hátíðinni í ár. Það er gjarnan þannig með Airwaves að þegar maður skoðar listann í byrjun þá kannast maður ekki við næstum því öll nöfnin, en um leið og maður kynnir sér óþekktu nöfnin, þá fjölgar atriðunum sem maður má ekki missa af hratt. Breski tónlistarmaðurinn Ghostpoet er kominn á minn lista yfir ómissandi atriði á Airwaves 2012. Ghostpoet heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe. Hann er af nígerískum og dóminíkönskum ættum, en er fæddur og uppalinn í Suður-London. Hann sendi frá sér sína fyrstu EP-plötu árið 2010 en fyrsta stóra platan, Peanut Butter Blues & Melancholy Jam, kom í febrúar 2011. Hún fékk strax frábærar viðtökur og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna það ár. Plötu númer tvö frá kappanum er beðið með mikilli eftirvæntingu, en hún er væntanleg snemma á næsta ári. Ghostpoet er enskur rappari. Röddin hans minnir á köflum svolítið á meistara Roots Manuva og umfjöllunarefnin eru tekin beint úr hversdagsveruleika Lundúnaborgar. Tónlistin sem hljómar undir rímunum er hins vegar mjög fjölbreytt og framsækin blanda af poppi og raftónlist. Það kemur sennilega engum á óvart að Mike Skinner (The Streets) er mikill aðdáandi Ghostpoets. Ghostpoet spilar á Þýska barnum á laugardagskvöldinu. Þar verður mjög flott dagskrá það kvöld, en auk hans spila meðal annars Ghostigital (klikka aldrei á Airwaves), Bloodgroup, Ojba Rasta og austurrísku töffararnir í Electro Guzzi.
Lífið Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira