Tekist á um hve margir fá að velja á framboðslista 25. október 2012 07:30 formannskjör Höskuldur, Sigmundur Davíð og Páll Magnússon buðu sig allir fram til formanns árið 2009. Sumir heimildarmanna blaðsins líta á slaginn í Norðausturkjördæmi sem framhald af þeirri baráttu.fréttbalaðið/anton Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi tekur ákvörðun um það um helgina hvaða leið verður farin til að velja á framboðslista fyrir næstu Alþingiskosningar. Tveir gefa kost á sér í efsta sæti; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður kjördæmisins. Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki útilokað að tillaga um það komi fram í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Sigmundur og fylgismenn hans hlynntir því að tvöfalt kjördæmisþing velji á lista. Í herbúðum Höskuldur og hans fólks er hins vegar vilji fyrir að fara í póstkosningu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sömu heimildir herma að von sé á átakafundi um helgina. Stuðningsmenn Höskuldar telja hann eiga mun meiri möguleika á sigri því fleiri sem taka þátt. Höskuldur nýtur mests stuðnings á þéttbýlasta svæðinu, í kringum Eyjafjörðinn. Sigmundur Davíð sækir hins vegar meiri stuðning á Austurland. Það var fyrir hvatningu þaðan að hann ákvað að gefa kost á sér í formannsembættið á sínum tíma og hann var hvattur til að bjóða sig fram í kjördæminu þá. Reykjavík varð þó fyrir valinu „að sinni" eins og segir í yfirlýsingu hans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slagurinn á milli þeirra tveggja sé orðinn mjög harður. Sumir líta á hann sem framhald af átökum þeirra um formannsstólinn. Stuðningsmenn Höskuldar reyna að stilla málinu þannig upp að um baráttu tveggja einstaklinga um efsta sæti á lista sé að ræða og vísa í rætur Höskuldar í kjördæminu. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs vísa hins vegar í að það muni veikja flokkinn mjög ef formaður lúti í lægra haldi. Kjördæmisþingið um helgina verður því að sumu leyti mæling á styrk þeirra innan stofnana flokksins. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira
Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi tekur ákvörðun um það um helgina hvaða leið verður farin til að velja á framboðslista fyrir næstu Alþingiskosningar. Tveir gefa kost á sér í efsta sæti; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður kjördæmisins. Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki útilokað að tillaga um það komi fram í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Sigmundur og fylgismenn hans hlynntir því að tvöfalt kjördæmisþing velji á lista. Í herbúðum Höskuldur og hans fólks er hins vegar vilji fyrir að fara í póstkosningu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sömu heimildir herma að von sé á átakafundi um helgina. Stuðningsmenn Höskuldar telja hann eiga mun meiri möguleika á sigri því fleiri sem taka þátt. Höskuldur nýtur mests stuðnings á þéttbýlasta svæðinu, í kringum Eyjafjörðinn. Sigmundur Davíð sækir hins vegar meiri stuðning á Austurland. Það var fyrir hvatningu þaðan að hann ákvað að gefa kost á sér í formannsembættið á sínum tíma og hann var hvattur til að bjóða sig fram í kjördæminu þá. Reykjavík varð þó fyrir valinu „að sinni" eins og segir í yfirlýsingu hans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slagurinn á milli þeirra tveggja sé orðinn mjög harður. Sumir líta á hann sem framhald af átökum þeirra um formannsstólinn. Stuðningsmenn Höskuldar reyna að stilla málinu þannig upp að um baráttu tveggja einstaklinga um efsta sæti á lista sé að ræða og vísa í rætur Höskuldar í kjördæminu. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs vísa hins vegar í að það muni veikja flokkinn mjög ef formaður lúti í lægra haldi. Kjördæmisþingið um helgina verður því að sumu leyti mæling á styrk þeirra innan stofnana flokksins. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira