Freyja þarf ekki að brjóta kosningalög BBI skrifar 20. október 2012 16:00 Freyja Haraldsdóttir var sjálf meðlimur stjórnlagaráðs. Mynd/GVA Freyja Haraldsdóttir ætlar sér að kjósa í atkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í dag og þarf í þetta sinn ekki að brjóta kosningalög. Alþingi breytti nýverið löggjöfinni svo nú má fatlað fólk velja sér aðstoðarmann ef það getur með skýrum hætti tjáð að það þurfi aðstoð við atkvæðagreiðsluna. "Það var brotið blað, loksins. Það er virkilega ánægjulegt," segir Freyja sem vakti töluverða athygli í forsetakosningunum síðustu þegar hún krafðist þess að fá að greiða atkvæði með aðstoð frá manneskju sem hún treysti og valdi sérstaklega. Samkvæmt lögum átti starfsfólk kjörstjórnar að aðstoða fatlað fólk við að greiða atkvæði. Lögin voru ósveigjanleg og Freyja vildi meina að þau gengju gegn mannréttindum hennar, bæði gegn rétti hennar til einkalífs og reglum um leynilegar kosningar. Henni var þó að lokum leyft að kjósa með hjálp eigin aðstoðarmanns þó það fæli í sér brot á kosningalögum. Málið vakti talsverða athygli og þingmenn kepptust við að lýsa því yfir að þeir styddu baráttu Freyju. Nú í síðustu viku breytti Alþingi svo umræddum lögum. Nú mega fatlaðir velja sér aðstoðarmenn sér til liðsinnis í kjörklefanum. "Svo að ég hlakka bara til að fara að kjósa með minni eigin aðstoðarkonu," segir Freyja sem var á leið á kjörstað þegar fréttastofa hitti á hana. Til að rifja upp baráttu Freyju frá síðustu kosningum má skoða þennan hlekk.Verðlaunahafi Dagurinn hefur verið viðburðarríkur hjá Freyju því hún hlaut mannréttindaviðurkenningu "The Kids Parliament Humanitarian Award 2012" fyrr í dag. Þessa alþjóðlegu viðurkenningu hlaut hún fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum fatlaðra. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpunni í dag. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir ætlar sér að kjósa í atkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í dag og þarf í þetta sinn ekki að brjóta kosningalög. Alþingi breytti nýverið löggjöfinni svo nú má fatlað fólk velja sér aðstoðarmann ef það getur með skýrum hætti tjáð að það þurfi aðstoð við atkvæðagreiðsluna. "Það var brotið blað, loksins. Það er virkilega ánægjulegt," segir Freyja sem vakti töluverða athygli í forsetakosningunum síðustu þegar hún krafðist þess að fá að greiða atkvæði með aðstoð frá manneskju sem hún treysti og valdi sérstaklega. Samkvæmt lögum átti starfsfólk kjörstjórnar að aðstoða fatlað fólk við að greiða atkvæði. Lögin voru ósveigjanleg og Freyja vildi meina að þau gengju gegn mannréttindum hennar, bæði gegn rétti hennar til einkalífs og reglum um leynilegar kosningar. Henni var þó að lokum leyft að kjósa með hjálp eigin aðstoðarmanns þó það fæli í sér brot á kosningalögum. Málið vakti talsverða athygli og þingmenn kepptust við að lýsa því yfir að þeir styddu baráttu Freyju. Nú í síðustu viku breytti Alþingi svo umræddum lögum. Nú mega fatlaðir velja sér aðstoðarmenn sér til liðsinnis í kjörklefanum. "Svo að ég hlakka bara til að fara að kjósa með minni eigin aðstoðarkonu," segir Freyja sem var á leið á kjörstað þegar fréttastofa hitti á hana. Til að rifja upp baráttu Freyju frá síðustu kosningum má skoða þennan hlekk.Verðlaunahafi Dagurinn hefur verið viðburðarríkur hjá Freyju því hún hlaut mannréttindaviðurkenningu "The Kids Parliament Humanitarian Award 2012" fyrr í dag. Þessa alþjóðlegu viðurkenningu hlaut hún fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum fatlaðra. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpunni í dag.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira