Þakklát þeim sem aðstoðuðu við útför 31. mars 2012 05:00 Tamara er öllum þeim sem gerðu henni kleift að kveðja son sinn þakklát. Hún er hér fyrir miðri mynd ásamt vinkonu sonar hennar, Renate Romans Kolinka og séra Timur Zolotuskiy, presti rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. fréttablaðið/valli „Ég er gríðarlega þakklát rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi, útfararstofunni, heiðurskonsúl Letta hér á landi og öllum öðrum sem gerðu mér kleift að koma hingað til að kveðja son minn.“ Þetta segir Tamara Aldohina frá Lettlandi, en hún er stödd hér á landi til að fylgja syni sínum, Aleksandzs Aldohins, til grafar. Aleksandzs lést í febrúar, en hann hafði búið hér og starfað síðustu sex árin. Dánarbú hans stóð ekki undir kostnaði við útför og Tamara hafði engin ráð til að safna fé fyrir athöfninni. Hún segir að gott fólk hér á landi hafi þá komið til sögunnar. Jón Snorrason heiðurskonsúll hafi aðstoðað við alla skipulagsvinnu og rétttrúnaðarkirkjan séð henni fyrir flugmiða og uppihaldi á meðan hún kveður son sinn. Þá hafi Útfararstofa kirkjugarðanna sýnt drengskap. „Ég átti ekki fyrir útförinni og þetta var búið að dragast lengi. Hann lést 25. febrúar þannig að það var ekki hægt að bíða lengur. Útfararstofa kirkjugarðanna samþykkti að sjá um athöfnina án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því að fá hana nokkurn tímann greidda. Fyrir það er ég mjög þakklát.“ Arnór L. Pálsson, framkvæmdastjóri útfararstofunnar, segir að ekki hafi verið hægt annað en að hlaupa undir bagga þegar syrgjandi móðir væri komin til landsins til að kveðja son sinn. Ekki hafi verið hægt að láta Tamöru fara erindisleysu og það verði bara að koma í ljós hvort stofan fái kostnaðinn nokkurn tímann greiddan. „Þetta er bara eitt af þessum tilvikum þar sem engir peningar voru til. Þetta kemur sárasjaldan fyrir og er eiginlega alveg sérstakt tilvik. En auðvitað verður að leysa svona mál og þegar enginn er til að leysa þau þá gerum við það bara.“ Jón Snorrason, heiðurskonsúll Letta, segir Útfararstofuna og rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna hafa gert kveðjustundina að veruleika. Hann hafi aðeins aðstoðað við að koma málinu í kring, til dæmis við að fara í gegnum búið. „Mér finnst þetta stórkostlegt og átti ekki von á því að þetta væri hægt. Upphaflega var það útfararstofan sem var svo lipur að tryggja að útförin gæti átt sér stað. Síðan kemur réttrúnaðarkirkjan til sögunnar og sér um ferðalag hennar og uppihald. Ég tek undir það með Tamöru að þessum aðilum ber að þakka.“ Aleksandzs hafði verið í stéttarfélagi og greitt í lífeyrissjóði. Það dugði hins vegar ekki til að fá framlag í útförina, en hann var einhleypur og barnlaus. Jarðarför hans fór fram í gær. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira
„Ég er gríðarlega þakklát rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi, útfararstofunni, heiðurskonsúl Letta hér á landi og öllum öðrum sem gerðu mér kleift að koma hingað til að kveðja son minn.“ Þetta segir Tamara Aldohina frá Lettlandi, en hún er stödd hér á landi til að fylgja syni sínum, Aleksandzs Aldohins, til grafar. Aleksandzs lést í febrúar, en hann hafði búið hér og starfað síðustu sex árin. Dánarbú hans stóð ekki undir kostnaði við útför og Tamara hafði engin ráð til að safna fé fyrir athöfninni. Hún segir að gott fólk hér á landi hafi þá komið til sögunnar. Jón Snorrason heiðurskonsúll hafi aðstoðað við alla skipulagsvinnu og rétttrúnaðarkirkjan séð henni fyrir flugmiða og uppihaldi á meðan hún kveður son sinn. Þá hafi Útfararstofa kirkjugarðanna sýnt drengskap. „Ég átti ekki fyrir útförinni og þetta var búið að dragast lengi. Hann lést 25. febrúar þannig að það var ekki hægt að bíða lengur. Útfararstofa kirkjugarðanna samþykkti að sjá um athöfnina án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því að fá hana nokkurn tímann greidda. Fyrir það er ég mjög þakklát.“ Arnór L. Pálsson, framkvæmdastjóri útfararstofunnar, segir að ekki hafi verið hægt annað en að hlaupa undir bagga þegar syrgjandi móðir væri komin til landsins til að kveðja son sinn. Ekki hafi verið hægt að láta Tamöru fara erindisleysu og það verði bara að koma í ljós hvort stofan fái kostnaðinn nokkurn tímann greiddan. „Þetta er bara eitt af þessum tilvikum þar sem engir peningar voru til. Þetta kemur sárasjaldan fyrir og er eiginlega alveg sérstakt tilvik. En auðvitað verður að leysa svona mál og þegar enginn er til að leysa þau þá gerum við það bara.“ Jón Snorrason, heiðurskonsúll Letta, segir Útfararstofuna og rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna hafa gert kveðjustundina að veruleika. Hann hafi aðeins aðstoðað við að koma málinu í kring, til dæmis við að fara í gegnum búið. „Mér finnst þetta stórkostlegt og átti ekki von á því að þetta væri hægt. Upphaflega var það útfararstofan sem var svo lipur að tryggja að útförin gæti átt sér stað. Síðan kemur réttrúnaðarkirkjan til sögunnar og sér um ferðalag hennar og uppihald. Ég tek undir það með Tamöru að þessum aðilum ber að þakka.“ Aleksandzs hafði verið í stéttarfélagi og greitt í lífeyrissjóði. Það dugði hins vegar ekki til að fá framlag í útförina, en hann var einhleypur og barnlaus. Jarðarför hans fór fram í gær. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira