Innlent

Þriðji bústaðabruninn á fjórum dögum - rannsókn hafin

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds við sumarbústað við Rauðavatn á níunda tímanum í gærkvöldi en það reyndist vera þriðji sumarbústaðurinn sem brennur á aðeins fjórum dögum.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu er í rannsókn hvort um íkveikjur sé að ræða. Bústaðurinn sem brann í gærkvöldi er í reglulegri notkun en var mannlaus þegar eldurinn kom upp. Í bústaðnum voru gaskútar en þeir munu þó ekki hafa skapað hættu. Slökkvistarf gekk vel og var lokið um hálf ellefu leytið í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×