Innlent

Opið í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli

Bláfjöll verða opin fyrir skíðaiðkun á milli klukkan tíu og fimm í dag. Eins gráðu hiti er á svæðinu, vest suð vestan 3 metrar á sekúndu og ganga rútur samkvæmt áætlun í fjallið. Skíðasvæðið í Skálafelli er lokað eins og er vegna slæms skyggnis í fjallinu. Aðstæður þar verða í skoðun í dag.

Þá verður opið í Hlíðarfjalli frá kl. 10-16. Klukkan 8 í morgun voru 5 m/sek og 6 °C.

Þrátt fyrir að snjó hafi tekið mikið upp undanfarið er nægur snjór í brautum og verða allar lyftur opnar og allar helstu skíðaleiðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×