Innlent

Hestastemmning í miðbænum

Í dag munu hestar og hestamenn vera áberandi í miðbæ Reykjavíkur en Hestadaga í Reykjavík standa nú yfir. Klukkan 13:00 munu 150 hestar leggja upp í skrautreið í gegnum miðborgina.

Áætlaðar tímasetningar fyrir þá sem hafa áhuga að fylgjast með þessari 200 metra skrúðgöngu í gegnum miðbæinn eru eftirfarandi: Læknagarður kl. 13.00 - Skólavörðuholt kl 13.10 - Bankastræti kl. 13:20 - Austurvöllur kl. 13.30 - Hljómskálagarður 13. 40.

Við Ráðhúsið í dag verður margt skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna m.a. hestateymingar og spennandi fyrirlestrar um íslenska hestinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×