Innlent

Skírdagur: Sundlaugar og einhverjar verslanir opnar

Í dag, Skírdag, er lokað í Vínbúðum landsins en þar er lokað alla páskadagana en opið á laugardag milli klukkan ellefu og átján.

Þá er opið á flestum sundstöðum bæjarins en lokað er á morgun og Páskadag allsstaðar nema í Laugardals- og Árbæjarlaug. Þá verður lokað á Ylströndinni í Nauthólsvík á föstudaginn langa. Og fyrir þá sem eiga eftir að versla í páskamatinn þá verður opið í Bónus í dag en lokað á föstudaginn langa og Páskadag, en opið er í nokkrum verslunum Nóatúns alla páskana.

Sömu sögu er að segja um líkamsræktarstöðvar World Class en opið er í einhverjum þeirra alla páskana.

Skírdagur er síðasti fimmtudagur fyrir páska. Hann var upphafsdagur hinnar fornu páskahátíðar Gyðinga árið sem Jesús Kristur er talin hafa verið krossfestur. Þennan dag minnast kristnir þess að kristur þvoði fætur lærisveinanna fyrir hinar heilögu kvöldmáltíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×