Ólafur Ragnar sigurstranglegastur - Þóra líklegust til að fella hann 5. apríl 2012 18:40 Allir forsetaframbjóðendur hyggjast beita hinu umdeilda synjunarvaldi forseta, sem öryggisventil, komist þeir á Bessastaði. Almannatengill telur sitjandi forseta sigurstranglegastan, Þóra Arnórsdóttir sé hins vegar líklegust til að fella hann. Umdeildustu athafnir Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli eru án vafa þau þrjú skipti sem hann neitaði að að staðfesta lög frá alþingi, fyrstur forseta í Íslandssögunni. Synjunarvald forseta eru að segja má einu virku pólitísku völdin sem forsetinn hefur. Því má ætla að marga leiki forvitni á að vita hvort þeir sem nú hafa boðið sig fram hyggist beita þessu valdi, telji þeir þörf á. Þóra Arnórsdóttir, nýjasti forsetaframbjóðandinn sagði þetta í gær: „Forsetinn á ekki að blanda sér í pólitísk deilumál eða rökræður. En að sama skapi þá er hann ekki áhrifalaus. Þessi sömu stjórnvöld vita að 26. grein stjórnarskrárinnar er virk og forsetinn, sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn, hefur meðal annars það hlutverk að vera málsvari þjóðarinnar og öryggisventill. Öryggisventill í neyðartilvikum." Hún myndi samkvæmt þessu beita synjunarvaldi forsetans í neyðartilvikum yrði hún kjörin. Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: "Málskotsrétturinn er öryggisloki sem ber að beita af varfærni en þjóðin þarf jafnframt að geta treyst því að forseti Íslands hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur." Hún hyggst því líka beita synjunarvaldinu, þegar við á. Ástþór Magnússon vill að forsetinn: „virkji neitunarvaldið til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóðarinnar." Hann segir því já. Ekki náðist í Hannes Bjarnason frambjóðanda sem býr í Noregi, hvorki með tölvupósti né síma. Hins vegar má lesa það út úr texta af heimasíðu hans, jaforseti.is, að hann myndi beita þessu valdi: „...við búum við lýðræði sem er skilgreint í Stjórnarskrá landsins. Forseti Íslands á að notfæra sér þann rétt sem honum er þar veittur til að hlúa að lýðræðinu." Og loks er það Jón Lárusson rannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild sem var fyrstur til að bjóða sig fram. Hann kveðst myndu beita synjunarvaldinu þegar alþingi er ekki í takti við þjóðarviljann. Svo virðist því sem allir frambjóðendur sem komnir eru fram hyggist beita þessu umdeilda valdi við ákveðna aðstæður. Almannatengillinn Jón Hákon Magnússon segir frambjóðendur ekki geta annað en lýst yfir vilja til að nýta neitunarvaldið, eftir tíð Ólafs í embætti. En hvernig les hann stöðuna nú? „Ég held í augnablikinu sé Ólafur ennþá sterkastur. Meðal annars vegna þess að það eru margir í framboði en ég að held að númer tvö sé Þóra og að hún muni sækja á hann. Ef það bætist enginn annar við þá verður hún sennilega sterkust. En ef það kemur einhver önnur kona sem er líka þekkt og með gott bakland þá verður hún í meiri vandræðum heldur en Ólafur." Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Allir forsetaframbjóðendur hyggjast beita hinu umdeilda synjunarvaldi forseta, sem öryggisventil, komist þeir á Bessastaði. Almannatengill telur sitjandi forseta sigurstranglegastan, Þóra Arnórsdóttir sé hins vegar líklegust til að fella hann. Umdeildustu athafnir Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli eru án vafa þau þrjú skipti sem hann neitaði að að staðfesta lög frá alþingi, fyrstur forseta í Íslandssögunni. Synjunarvald forseta eru að segja má einu virku pólitísku völdin sem forsetinn hefur. Því má ætla að marga leiki forvitni á að vita hvort þeir sem nú hafa boðið sig fram hyggist beita þessu valdi, telji þeir þörf á. Þóra Arnórsdóttir, nýjasti forsetaframbjóðandinn sagði þetta í gær: „Forsetinn á ekki að blanda sér í pólitísk deilumál eða rökræður. En að sama skapi þá er hann ekki áhrifalaus. Þessi sömu stjórnvöld vita að 26. grein stjórnarskrárinnar er virk og forsetinn, sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn, hefur meðal annars það hlutverk að vera málsvari þjóðarinnar og öryggisventill. Öryggisventill í neyðartilvikum." Hún myndi samkvæmt þessu beita synjunarvaldi forsetans í neyðartilvikum yrði hún kjörin. Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag: "Málskotsrétturinn er öryggisloki sem ber að beita af varfærni en þjóðin þarf jafnframt að geta treyst því að forseti Íslands hafi burði til að beita þessum rétti ef þörf krefur." Hún hyggst því líka beita synjunarvaldinu, þegar við á. Ástþór Magnússon vill að forsetinn: „virkji neitunarvaldið til að leggja umdeild mál fyrir þjóðina til úrskurðar telji hann að viðkomandi lagasetning sé á skjön við meirihlutavilja þjóðarinnar." Hann segir því já. Ekki náðist í Hannes Bjarnason frambjóðanda sem býr í Noregi, hvorki með tölvupósti né síma. Hins vegar má lesa það út úr texta af heimasíðu hans, jaforseti.is, að hann myndi beita þessu valdi: „...við búum við lýðræði sem er skilgreint í Stjórnarskrá landsins. Forseti Íslands á að notfæra sér þann rétt sem honum er þar veittur til að hlúa að lýðræðinu." Og loks er það Jón Lárusson rannsóknarlögreglumaður í fjármunabrotadeild sem var fyrstur til að bjóða sig fram. Hann kveðst myndu beita synjunarvaldinu þegar alþingi er ekki í takti við þjóðarviljann. Svo virðist því sem allir frambjóðendur sem komnir eru fram hyggist beita þessu umdeilda valdi við ákveðna aðstæður. Almannatengillinn Jón Hákon Magnússon segir frambjóðendur ekki geta annað en lýst yfir vilja til að nýta neitunarvaldið, eftir tíð Ólafs í embætti. En hvernig les hann stöðuna nú? „Ég held í augnablikinu sé Ólafur ennþá sterkastur. Meðal annars vegna þess að það eru margir í framboði en ég að held að númer tvö sé Þóra og að hún muni sækja á hann. Ef það bætist enginn annar við þá verður hún sennilega sterkust. En ef það kemur einhver önnur kona sem er líka þekkt og með gott bakland þá verður hún í meiri vandræðum heldur en Ólafur."
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira