Plata innan í annarri plötu 14. júní 2012 08:00 forpsrakki Billy Corgan er forsprakki bandarísku rokksveitarinnar The Smashing Pumpkins. nordicphotos/getty The Smashing Pumpkins gefur út sína fyrstu plötu í fimm ár á mánudaginn. Hún er hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope. Sjöunda hljóðversplata The Smashing Pumpkins, Oceania, kemur út á mánudaginn á vegum EMI. Upptökur fóru fram í hljóðveri forsprakkans Billy Corgan í Chicago með gítarleikaranum Jeff Schroeder, trommaranum Mike Byrne og bassaleikaranum og söngkonunni Nicole Fiorentino. Að sögn Corgan er Oceania „plata innan í annarri plötu", eða hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope en fyrsta lagið þaðan kom út 2009. The Smashing Pumpkins var stofnuð í Chicago 1988 af Corgan og gítarleikaranum James Iah. Til liðs við þá gengu bassaleikarinn D"arcy Wretzky og trommarinn Billy Chamberlin. Sveitin náði athygli tónlistarunnenda fimm árum síðar á grunge-tímabilinu með annarri plötu sinni Siamese Dreams. Aðdáendahópurinn stækkaði enn frekar með hinni tvöföldu Mellon Collie and the Infinite Sadness en bæði hún og Siamese Dreams fengu frábæra dóma gagnrýnenda. Eftir að hafa verið ein vinsælasta rokksveit heims á tíunda áratugnum fór að halla undan fæti. Chamberlin var rekinn vegna eiturlyfjaneyslu sinnar og Pumpkins gaf í framhaldinu sem tríó út plötuna Adore. Hún fékk heldur slakar viðtökur. Árið 2000 kom út Machina/The Machines of God, með Chamberlin aftur um borð. Skömmu síðar ákvað Corgan að leggja Pumpkins niður eftir að Machina II/The Friends & Enemies of Modern Music leit dagsins ljós, eingöngu á netinu. Árið 2005 tilkynnti Corgan svo um endurkomu Pumpkins en hvorki Iah né bassleikarinn Melissa Auf der Maur, sem hafði gengið til liðs við sveitina í stað Wretsky, höfðu áhuga á að taka þátt. Corgan og Chamberlin, tóku því aleinir upp Zeitgeist árið 2007. Hún fékk misjafna dóma og töldu margir að hljómsveitin væri ekki söm eftir að Iah og D"Arcy hættu. Corgan er samt ekki af baki dottinn og er ánægður með hljómsveitina. „Jeff, Mike og Nicole eiga stóran þátt í hljómi og áferð Oceania. Hún er ólík öllum öðrum plötum sem ég hef gert." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
The Smashing Pumpkins gefur út sína fyrstu plötu í fimm ár á mánudaginn. Hún er hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope. Sjöunda hljóðversplata The Smashing Pumpkins, Oceania, kemur út á mánudaginn á vegum EMI. Upptökur fóru fram í hljóðveri forsprakkans Billy Corgan í Chicago með gítarleikaranum Jeff Schroeder, trommaranum Mike Byrne og bassaleikaranum og söngkonunni Nicole Fiorentino. Að sögn Corgan er Oceania „plata innan í annarri plötu", eða hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope en fyrsta lagið þaðan kom út 2009. The Smashing Pumpkins var stofnuð í Chicago 1988 af Corgan og gítarleikaranum James Iah. Til liðs við þá gengu bassaleikarinn D"arcy Wretzky og trommarinn Billy Chamberlin. Sveitin náði athygli tónlistarunnenda fimm árum síðar á grunge-tímabilinu með annarri plötu sinni Siamese Dreams. Aðdáendahópurinn stækkaði enn frekar með hinni tvöföldu Mellon Collie and the Infinite Sadness en bæði hún og Siamese Dreams fengu frábæra dóma gagnrýnenda. Eftir að hafa verið ein vinsælasta rokksveit heims á tíunda áratugnum fór að halla undan fæti. Chamberlin var rekinn vegna eiturlyfjaneyslu sinnar og Pumpkins gaf í framhaldinu sem tríó út plötuna Adore. Hún fékk heldur slakar viðtökur. Árið 2000 kom út Machina/The Machines of God, með Chamberlin aftur um borð. Skömmu síðar ákvað Corgan að leggja Pumpkins niður eftir að Machina II/The Friends & Enemies of Modern Music leit dagsins ljós, eingöngu á netinu. Árið 2005 tilkynnti Corgan svo um endurkomu Pumpkins en hvorki Iah né bassleikarinn Melissa Auf der Maur, sem hafði gengið til liðs við sveitina í stað Wretsky, höfðu áhuga á að taka þátt. Corgan og Chamberlin, tóku því aleinir upp Zeitgeist árið 2007. Hún fékk misjafna dóma og töldu margir að hljómsveitin væri ekki söm eftir að Iah og D"Arcy hættu. Corgan er samt ekki af baki dottinn og er ánægður með hljómsveitina. „Jeff, Mike og Nicole eiga stóran þátt í hljómi og áferð Oceania. Hún er ólík öllum öðrum plötum sem ég hef gert." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira