Innlent

Ísland vill fá að sleppa við sumartímann

Búist er við að samningskaflar um flutningastarfsemi og frjálsa vöruflutninga verði opnaðir seinna á árinu. Samningsafstaða Íslands liggur fyrir.
Búist er við að samningskaflar um flutningastarfsemi og frjálsa vöruflutninga verði opnaðir seinna á árinu. Samningsafstaða Íslands liggur fyrir. Mynd/FRamkvæmdastjórn ESB
Samningsafstaða Íslands varðandi flutningastarfsemi annars vegar og frjálsa vöruflutninga hins vegar í samningaviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hefur verið kynnt framkvæmdastjórn ESB og aðildarríkjunum. Meðal þess sem þar kemur fram er að Ísland vill sleppa við að taka upp sumartíma, komi til aðildar.

Búist er við því að viðræður hefjist í viðkomandi málaflokkum síðar á þessu ári, en kaflarnir heyra báðir undir EES-samninginn.

Í samningsafstöðu um kaflann um frjálsa vöruflutninga leggur Ísland meðal annars áherslu á að viðhalda reglum varðandi hámarksgildi kadmíums í áburði og leitast eftir því að opna fyrir samstarf við önnur ríki um markaðsleyfi fyrir lyf.

Í samningsafstöðu Íslands um kafla 14 um flutningastarfsemi koma meðal annars fram óskir Íslands um að fá að halda heimildum til að styrkja innanlandsflug, að Ísland þurfi ekki að framkvæma tilskipun um sumartíma, og einnig er farið fram á afmarkaðar sérlausnir vegna aksturs- og hvíldartíma ökumanna.

Í framhaldinu munu framkvæmdastjórnin og aðildarríkin taka afstöðu Íslands til skoðunar og leggja fram sína eigin samningsafstöðu sem verður lögð til grundvallar þegar samningaviðræður hefjast.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×