Tveir milljarðar í IPA-styrki 21. júní 2012 06:00 Meðal verkefna sem IPA-styrkirnir verða nýttir í er að koma upp jarðvangi og þekkingarsetri á Eyjafjallasvæðinu. Vonast er til að það efli ferðamennsku á svæðinu. fréttablaðið/vilhelm Sjö verkefni eru í startholunum eftir að Alþingi samþykkti frumvarp um IPA-styrki frá Evrópusambandinu. Alls koma tæpir 2 milljarðar króna inn í hagkerfið. Matvælaeftirlit og jarðvangur á meðal verkefna.Hvað fæst fyrir IPA-styrkina? Tæplega tveir milljarðar króna af IPA-styrkjum Evrópusambandsins verða nýttir á næstu þremur árum í sjö ólík verkefni. Ljóst er að styrkirnir munu gerbreyta landslaginu hjá þeim stofnunum sem fá þá. Á meðal verkefna sem verða að veruleika er jarðvangur á Eyjafjallajökulssvæðinu. Alþingi samþykkti á mánudag heimild fyrir ríkisstjórnina um að undirrita rammasamning um styrkina. Búist var við þeirri samþykkt í vor, en drátturinn hefur þó ekki afgerandi áhrif á starfsemina. Alls er um 12 milljónir evra að ræða, eða rúmlega 1,9 milljarða króna á núverandi gengi. Styrkirnir eru óafturkræfir. Þó upp úr viðræðum við ESB slitni eða aðild verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, standa greiðslurnar. Skiptir þá engu þótt sjálfum rammasamningnum verði sagt upp, samningur hvers verkefnis stendur. Fréttablaðið leit yfir þau verkefni sem fá styrk.Náttúrufræðistofnun Fær 3 milljónir, 685 þúsund evrur, ásamt Landmælingum og fleiri, til að kortleggja vistkerfi og fuglalíf á Íslandi. Auðkennd verða svæði sem þarfnast verndar.Skrifstofa landtengiliðs 1,5 milljón evra fara í landtengilið sem annast samræmingu, stjórn og eftirlit með stuðningi ESB á sviði byggðamála og atvinnuuppbyggingar.Háskólafélag Suðurlands Fær 560 þúsund evrur til að vinna að verkefninu Katla jarðvangur. Ætlunin er að vinna þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið og uppbyggingu á þekkingarsetri fyrir svæðið.Óákveðið (Matís) 1,9 milljónir evra fara til að framfylgja reglugerðum um matvælaöryggi sem þegar hafa verið innleiddar í gegnum EES. Markmiðið er að tryggja matvælaöryggi og styrkja neytendavernd. Bæta þarf tækjabúnað og þjálfun starfsfólks. Styrkurinn var eyrnamerktur Matís en andstaða þáverandi ráðherra, Jóns Bjarnasonar, veldur því að nú er hann óskilgreindur.Þýðingarmiðstöð Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins og Háskóli Íslands fá 1,5 milljóna evra styrk til að þýða regluverk ESB á íslensku. Hluti fer í tækjakaup við nýja námsbraut fyrir ráðstefnutúlka í HÍ.Hagstofan Fær 825 þúsund evrur til að endurbæta gerð þjóðhagsreikninga, en skortur á mikilvægum hagtölum er talinn valda erfiðleikum við að meta stöðu einstakra atvinnugreina. Styrkurinn gerir Hagstofunni kleift að fjölga starfsmönnum sem er forsenda verkefnisins.Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Fær 1.875 þúsund evrur til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun. Þróað verður raunfærnimat sem nýtist við mat í framhaldsskóla. Tengdar fréttir Styrkurinn forsenda verkefnisins Háskólafélag Suðurlands fær 90 milljóna króna IPA-styrk til að koma upp Kötlu-jarðvangi og vinna þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið. Hafist verður handa í sumar, verkefnisstjóri ráðinn og einn til tveir starfsmenn til að sinna gerð fræðsluverkefnis. Heimamenn verða síðan ráðnir í uppsetningu fræðsluskilta og fleira. Til að setja 90 milljóna króna styrkinn í samhengi fékk háskólafélagið hálfa milljón króna úr ríkissjóði árið 2012. 21. júní 2012 06:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Sjö verkefni eru í startholunum eftir að Alþingi samþykkti frumvarp um IPA-styrki frá Evrópusambandinu. Alls koma tæpir 2 milljarðar króna inn í hagkerfið. Matvælaeftirlit og jarðvangur á meðal verkefna.Hvað fæst fyrir IPA-styrkina? Tæplega tveir milljarðar króna af IPA-styrkjum Evrópusambandsins verða nýttir á næstu þremur árum í sjö ólík verkefni. Ljóst er að styrkirnir munu gerbreyta landslaginu hjá þeim stofnunum sem fá þá. Á meðal verkefna sem verða að veruleika er jarðvangur á Eyjafjallajökulssvæðinu. Alþingi samþykkti á mánudag heimild fyrir ríkisstjórnina um að undirrita rammasamning um styrkina. Búist var við þeirri samþykkt í vor, en drátturinn hefur þó ekki afgerandi áhrif á starfsemina. Alls er um 12 milljónir evra að ræða, eða rúmlega 1,9 milljarða króna á núverandi gengi. Styrkirnir eru óafturkræfir. Þó upp úr viðræðum við ESB slitni eða aðild verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, standa greiðslurnar. Skiptir þá engu þótt sjálfum rammasamningnum verði sagt upp, samningur hvers verkefnis stendur. Fréttablaðið leit yfir þau verkefni sem fá styrk.Náttúrufræðistofnun Fær 3 milljónir, 685 þúsund evrur, ásamt Landmælingum og fleiri, til að kortleggja vistkerfi og fuglalíf á Íslandi. Auðkennd verða svæði sem þarfnast verndar.Skrifstofa landtengiliðs 1,5 milljón evra fara í landtengilið sem annast samræmingu, stjórn og eftirlit með stuðningi ESB á sviði byggðamála og atvinnuuppbyggingar.Háskólafélag Suðurlands Fær 560 þúsund evrur til að vinna að verkefninu Katla jarðvangur. Ætlunin er að vinna þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið og uppbyggingu á þekkingarsetri fyrir svæðið.Óákveðið (Matís) 1,9 milljónir evra fara til að framfylgja reglugerðum um matvælaöryggi sem þegar hafa verið innleiddar í gegnum EES. Markmiðið er að tryggja matvælaöryggi og styrkja neytendavernd. Bæta þarf tækjabúnað og þjálfun starfsfólks. Styrkurinn var eyrnamerktur Matís en andstaða þáverandi ráðherra, Jóns Bjarnasonar, veldur því að nú er hann óskilgreindur.Þýðingarmiðstöð Þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins og Háskóli Íslands fá 1,5 milljóna evra styrk til að þýða regluverk ESB á íslensku. Hluti fer í tækjakaup við nýja námsbraut fyrir ráðstefnutúlka í HÍ.Hagstofan Fær 825 þúsund evrur til að endurbæta gerð þjóðhagsreikninga, en skortur á mikilvægum hagtölum er talinn valda erfiðleikum við að meta stöðu einstakra atvinnugreina. Styrkurinn gerir Hagstofunni kleift að fjölga starfsmönnum sem er forsenda verkefnisins.Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Fær 1.875 þúsund evrur til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun. Þróað verður raunfærnimat sem nýtist við mat í framhaldsskóla.
Tengdar fréttir Styrkurinn forsenda verkefnisins Háskólafélag Suðurlands fær 90 milljóna króna IPA-styrk til að koma upp Kötlu-jarðvangi og vinna þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið. Hafist verður handa í sumar, verkefnisstjóri ráðinn og einn til tveir starfsmenn til að sinna gerð fræðsluverkefnis. Heimamenn verða síðan ráðnir í uppsetningu fræðsluskilta og fleira. Til að setja 90 milljóna króna styrkinn í samhengi fékk háskólafélagið hálfa milljón króna úr ríkissjóði árið 2012. 21. júní 2012 06:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Styrkurinn forsenda verkefnisins Háskólafélag Suðurlands fær 90 milljóna króna IPA-styrk til að koma upp Kötlu-jarðvangi og vinna þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið. Hafist verður handa í sumar, verkefnisstjóri ráðinn og einn til tveir starfsmenn til að sinna gerð fræðsluverkefnis. Heimamenn verða síðan ráðnir í uppsetningu fræðsluskilta og fleira. Til að setja 90 milljóna króna styrkinn í samhengi fékk háskólafélagið hálfa milljón króna úr ríkissjóði árið 2012. 21. júní 2012 06:00