Innlent

Þarf að loka til að hagræða í rekstri

Landsbjörg þarf að hagræða í rekstri til að halda starfseminni gangandi.M
Landsbjörg þarf að hagræða í rekstri til að halda starfseminni gangandi.M ynd/Landsbjörg
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sagt upp starfsmönnum sínum í Björgunarskólanum á Gufuskálum á Snæfellsnesi, þar sem haldin hafa verið námskeið fyrir björgunarfólk um árabil.

Fram kemur á fréttavefnum Skessuhorni að ástæðan sé sú að Landsbjörg verði að hagræða í rekstri vegna fjárskorts.

„Við erum að reyna að leita leiða til að halda starfsemi á Gufuskálum áfram og höfum leitað að aðilum til að koma að rekstrinum með okkur auk þess að standa í samningaviðræðum við hið opinbera,“ segir Hörður Már Harðarson, stjórnarformaður Landsbjargar, í samtali við Skessuhorn.

Davíð Óli Axelsson, formaður björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ, gagnrýnir ákvörðun Landsbjargar harðlega. Hann segir félagið hafa fengið svæðið endurgjaldslaust og það sé að gera stór og óafturkræf mistök með því að „henda frá sér“ aðstöðunni nú þegar félagið gangi í gegnum tímabundnar þrengingar. Með því sé verið að gera vinnu og peninga sem lögð hafi verið í uppbyggingu svæðisins að engu. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×