Innlent

Samlokurnar ódýrastar hjá Iceland Express

Mynd/Valgarður
Samlokur eru áberandi á matseðlum þeirra flugfélaga sem halda uppi millilandaflugi héðan frá Íslandi allt árið. Samkvæmt verðkönnun sem Túristi.is gerði eru þær ódýrastar hjá Iceland Express og kosta nærri því helmingi minna en brauðið hjá Norwegian, þar sem þær eru dýrastar.

Á vefsíðu Túrista segir að sennilega kaupi sér fleiri að drekka í háloftunum en að borða. Hjá Icelandair þarf ekki að borga fyrir óáfenga drykki og hjá SAS er kaffi og te ókeypis. Hjá hinum félögunum þarf að greiða fyrir allt. Kaffibollinn hjá easyJet, Iceland Express og WOW air kostar til að mynda um fjögur hundruð krónur. Hjá Norwegian tæpar fimm hundruð.

Túristi.is kannaði verðlag á veitingum hjá þeim sex félögum sem halda uppi millilandaflugi frá landinu allt árið. Túristi.is komst að því að lítill verðmunur sé milli flugfélaga þegar kemur að föstu fæði. Hins vegar sé töluverður munur á drykkjarverði. Þrjú félög buðu upp á barnabox. Hjá Icelandair var barnaboxið ókeypis og kostaði 590 kr. hjá Iceland Express og 750 kr. hjá easyJet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×