Hugsanlegt að Matthías sé í sumarbústað á Suðurlandinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2012 19:19 Lögregla hefur leitað strokufangans Matthíasar Mána á sumarbústaðarsvæðum nærri Litla-Hrauni og telur ekki ólíklegt að hann geti hafst þar við. Rúmlega fögurra sólarhringa leit hefur engum árangri skilað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt leitinni síðustu þrjá sólahringa og eru menn engu nær um það hvar Matthías er að finna. „Við erum búin að vera að að eltast við vísbendingar núna í dag og kanna þær hvort þær reynist á rökum reistar en árangurinn er sem sagt enginn eins og er," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Matthías Máni Erlingsson er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan taldi í fyrstu að Matthías hefði fengið far á Selfoss frá Litla-Hrauni en svo reyndist ekki vera. „Bílstjórinn fannst og maðurinn sem fékk far með bílstjóranum og það sem sagt reyndist ekki eiga við rök að styðjast," segir Arnar Rúnar Þá taldi lögregla að Matthías hefði farið yfir girðingu við fangelsið. Þar sem atvikið náðist ekki á öryggismyndavél vegna bilunar var ekki hægt að útiloka að hann væri enn á fangelsinu. Því var ákveðið að leita innan fangelsins í nótt og var hundur notaður við leitina. „Það sem við erum með alveg fast í hendi er að klukkan 12:56 á mánudaginn stimplaði hann sig inn til vinnu á Litla-Hrauni. Það er það sem við höfum algjörlega fast í hendi," segir Arnar Rúnar. - Þið vitið að hann fór fyrir víst út? „Við vitum það fyrir víst núna að hann er ekki inni á Litla-Hrauni, það er á hreinu," svarar Arnar Rúnar. Lögreglan hefur leitað í sumarbústöðum nærri fangelsinu. - Teljið að það sé einhver möguleiki að hann sé búinn að koma sér fyrir í einhverjum bústöðum eða eitthvað slíkt? „Það er ekki ólíklegt og það er búið að vera að vara fólk við á staðnum og hvetja það til að hafa auga með sínum eignum. Þetta er þarna í kringum þarna Litla-Hraun og vestur úr. Það er ýmislegt sem kemur til greina. Það er náttúrulega allt Grímsnesið sem gæti legið undir, og þetta er eins og að leita að nál í heystakk. Þarna eru bústaðir sem er kannski bara farið í að sumri til. Þannig að þetta er mjög stórt svæði sem að liggur undir þarna," segir Arnar Rúnar að lokum. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Lögregla hefur leitað strokufangans Matthíasar Mána á sumarbústaðarsvæðum nærri Litla-Hrauni og telur ekki ólíklegt að hann geti hafst þar við. Rúmlega fögurra sólarhringa leit hefur engum árangri skilað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stýrt leitinni síðustu þrjá sólahringa og eru menn engu nær um það hvar Matthías er að finna. „Við erum búin að vera að að eltast við vísbendingar núna í dag og kanna þær hvort þær reynist á rökum reistar en árangurinn er sem sagt enginn eins og er," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Matthías Máni Erlingsson er 24 ára og var í haust dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Lögreglan taldi í fyrstu að Matthías hefði fengið far á Selfoss frá Litla-Hrauni en svo reyndist ekki vera. „Bílstjórinn fannst og maðurinn sem fékk far með bílstjóranum og það sem sagt reyndist ekki eiga við rök að styðjast," segir Arnar Rúnar Þá taldi lögregla að Matthías hefði farið yfir girðingu við fangelsið. Þar sem atvikið náðist ekki á öryggismyndavél vegna bilunar var ekki hægt að útiloka að hann væri enn á fangelsinu. Því var ákveðið að leita innan fangelsins í nótt og var hundur notaður við leitina. „Það sem við erum með alveg fast í hendi er að klukkan 12:56 á mánudaginn stimplaði hann sig inn til vinnu á Litla-Hrauni. Það er það sem við höfum algjörlega fast í hendi," segir Arnar Rúnar. - Þið vitið að hann fór fyrir víst út? „Við vitum það fyrir víst núna að hann er ekki inni á Litla-Hrauni, það er á hreinu," svarar Arnar Rúnar. Lögreglan hefur leitað í sumarbústöðum nærri fangelsinu. - Teljið að það sé einhver möguleiki að hann sé búinn að koma sér fyrir í einhverjum bústöðum eða eitthvað slíkt? „Það er ekki ólíklegt og það er búið að vera að vara fólk við á staðnum og hvetja það til að hafa auga með sínum eignum. Þetta er þarna í kringum þarna Litla-Hraun og vestur úr. Það er ýmislegt sem kemur til greina. Það er náttúrulega allt Grímsnesið sem gæti legið undir, og þetta er eins og að leita að nál í heystakk. Þarna eru bústaðir sem er kannski bara farið í að sumri til. Þannig að þetta er mjög stórt svæði sem að liggur undir þarna," segir Arnar Rúnar að lokum.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira