Reykjavík gegn Miami: Hvor borgin fær World Outgames leikana? 4. desember 2012 13:17 Valið stendur á milli Reykjavíkur og Miami varðandi það hvor borgin verður fyrir valinu sem mótsstaður fyrir World Outgames leikana árið 2017 samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi GLISA (Gay and Lesbian International Sports Association) sem haldinn var í gær. World Outgames er íþrótta-, menningar- og mannréttindahátíð sem stendur yfir í 10 daga fjórða hvert ár. Hátíðin er haldin á vegum GLISA og er opin öllum án tillits til kynhneigðar. Auk Reykjavíkur sóttu borgirnar Rio de Janeiro, Róm, Denver og Miami um að halda leikana. GLISA hefur ákveðið að valið standi einungis á milli Reykjavíkur og Miami og verður tilkynnt um hvor borgin hreppir leikana 2017 við opnun leikana í Antwerpen í Belgíu næsta sumar. Fyrstu World Outgames leikarnir voru haldnir sumarið 2006 í Montreal í Kanada. Þar tóku 8.000 íþróttamenn þátt í yfir 30 íþróttagreinum. Mannréttindaráðstefna leikanna var sótt af 1.600 þátttakendum og um 1.200 manns tóku þátt í hinum ýmsu menningar- og listviðburðum sem boðið var upp á. Næstu leikar fóru fram í Kaupmannahöfn sumarið 2009 og voru íþróttaiðkendur þá alls um 5.000 og þátttakendur í mannréttindaráðstefnu leikanna 1.000 talsins. Næstu leikar munu fara fram í Antwerpen í Belgíu sumarið 2013 og er búist við miklum fjölda gesta. Þátttakendur í leikunum koma frá öllum heimshornum. Þar koma saman íþróttamenn, listamenn og fagfólk á sviði mannréttinda - margir frá löndum þar sem samkynhneigð er enn ólögleg og falin. Talið er að hægt verði að bjóða upp á 30 íþróttagreinar og keppnir í Reykjavík ásamt mjög kraftmiklum lista- og menningarviðburðum. Þá er enginn vafi á því að ráðstefnuaðstaðan í Reykjavík getur vel mætt þeim kröfum sem gerðar eru vegna mannréttindaráðstefnunnar sem haldin er í tengslum við leikana. Breiður hópur fólks hefur unnið að umsókninni en reiknað er með bæði Reykjavíkurborg og ríkið komi að undirbúningi og fjármögnun leikanna og leggi m.a. til aðstöðu undir þá en sérstakt fyrirtæki mun hafa umsjón með mótshaldinu. Höfuðborgarstofa, ÍTR, mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar og Ráðstefnuborgin Reykjavík standa að baki umsókninni auk Samtakanna ´78 og fleiri standa að baki umsókninni. Þess má einnig geta að Jón Gnarr hefur látið til sín taka í umræðunni um samkynhneigð á alþjóðavettvangi. Gert hefur verið myndband til að kynna Reykjavík sem mótsstað. Reykjavík Bid for World Outgames 2017. Það má sjá hér fyrir ofan. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Valið stendur á milli Reykjavíkur og Miami varðandi það hvor borgin verður fyrir valinu sem mótsstaður fyrir World Outgames leikana árið 2017 samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi GLISA (Gay and Lesbian International Sports Association) sem haldinn var í gær. World Outgames er íþrótta-, menningar- og mannréttindahátíð sem stendur yfir í 10 daga fjórða hvert ár. Hátíðin er haldin á vegum GLISA og er opin öllum án tillits til kynhneigðar. Auk Reykjavíkur sóttu borgirnar Rio de Janeiro, Róm, Denver og Miami um að halda leikana. GLISA hefur ákveðið að valið standi einungis á milli Reykjavíkur og Miami og verður tilkynnt um hvor borgin hreppir leikana 2017 við opnun leikana í Antwerpen í Belgíu næsta sumar. Fyrstu World Outgames leikarnir voru haldnir sumarið 2006 í Montreal í Kanada. Þar tóku 8.000 íþróttamenn þátt í yfir 30 íþróttagreinum. Mannréttindaráðstefna leikanna var sótt af 1.600 þátttakendum og um 1.200 manns tóku þátt í hinum ýmsu menningar- og listviðburðum sem boðið var upp á. Næstu leikar fóru fram í Kaupmannahöfn sumarið 2009 og voru íþróttaiðkendur þá alls um 5.000 og þátttakendur í mannréttindaráðstefnu leikanna 1.000 talsins. Næstu leikar munu fara fram í Antwerpen í Belgíu sumarið 2013 og er búist við miklum fjölda gesta. Þátttakendur í leikunum koma frá öllum heimshornum. Þar koma saman íþróttamenn, listamenn og fagfólk á sviði mannréttinda - margir frá löndum þar sem samkynhneigð er enn ólögleg og falin. Talið er að hægt verði að bjóða upp á 30 íþróttagreinar og keppnir í Reykjavík ásamt mjög kraftmiklum lista- og menningarviðburðum. Þá er enginn vafi á því að ráðstefnuaðstaðan í Reykjavík getur vel mætt þeim kröfum sem gerðar eru vegna mannréttindaráðstefnunnar sem haldin er í tengslum við leikana. Breiður hópur fólks hefur unnið að umsókninni en reiknað er með bæði Reykjavíkurborg og ríkið komi að undirbúningi og fjármögnun leikanna og leggi m.a. til aðstöðu undir þá en sérstakt fyrirtæki mun hafa umsjón með mótshaldinu. Höfuðborgarstofa, ÍTR, mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar og Ráðstefnuborgin Reykjavík standa að baki umsókninni auk Samtakanna ´78 og fleiri standa að baki umsókninni. Þess má einnig geta að Jón Gnarr hefur látið til sín taka í umræðunni um samkynhneigð á alþjóðavettvangi. Gert hefur verið myndband til að kynna Reykjavík sem mótsstað. Reykjavík Bid for World Outgames 2017. Það má sjá hér fyrir ofan.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira