Reykjavík gegn Miami: Hvor borgin fær World Outgames leikana? 4. desember 2012 13:17 Valið stendur á milli Reykjavíkur og Miami varðandi það hvor borgin verður fyrir valinu sem mótsstaður fyrir World Outgames leikana árið 2017 samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi GLISA (Gay and Lesbian International Sports Association) sem haldinn var í gær. World Outgames er íþrótta-, menningar- og mannréttindahátíð sem stendur yfir í 10 daga fjórða hvert ár. Hátíðin er haldin á vegum GLISA og er opin öllum án tillits til kynhneigðar. Auk Reykjavíkur sóttu borgirnar Rio de Janeiro, Róm, Denver og Miami um að halda leikana. GLISA hefur ákveðið að valið standi einungis á milli Reykjavíkur og Miami og verður tilkynnt um hvor borgin hreppir leikana 2017 við opnun leikana í Antwerpen í Belgíu næsta sumar. Fyrstu World Outgames leikarnir voru haldnir sumarið 2006 í Montreal í Kanada. Þar tóku 8.000 íþróttamenn þátt í yfir 30 íþróttagreinum. Mannréttindaráðstefna leikanna var sótt af 1.600 þátttakendum og um 1.200 manns tóku þátt í hinum ýmsu menningar- og listviðburðum sem boðið var upp á. Næstu leikar fóru fram í Kaupmannahöfn sumarið 2009 og voru íþróttaiðkendur þá alls um 5.000 og þátttakendur í mannréttindaráðstefnu leikanna 1.000 talsins. Næstu leikar munu fara fram í Antwerpen í Belgíu sumarið 2013 og er búist við miklum fjölda gesta. Þátttakendur í leikunum koma frá öllum heimshornum. Þar koma saman íþróttamenn, listamenn og fagfólk á sviði mannréttinda - margir frá löndum þar sem samkynhneigð er enn ólögleg og falin. Talið er að hægt verði að bjóða upp á 30 íþróttagreinar og keppnir í Reykjavík ásamt mjög kraftmiklum lista- og menningarviðburðum. Þá er enginn vafi á því að ráðstefnuaðstaðan í Reykjavík getur vel mætt þeim kröfum sem gerðar eru vegna mannréttindaráðstefnunnar sem haldin er í tengslum við leikana. Breiður hópur fólks hefur unnið að umsókninni en reiknað er með bæði Reykjavíkurborg og ríkið komi að undirbúningi og fjármögnun leikanna og leggi m.a. til aðstöðu undir þá en sérstakt fyrirtæki mun hafa umsjón með mótshaldinu. Höfuðborgarstofa, ÍTR, mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar og Ráðstefnuborgin Reykjavík standa að baki umsókninni auk Samtakanna ´78 og fleiri standa að baki umsókninni. Þess má einnig geta að Jón Gnarr hefur látið til sín taka í umræðunni um samkynhneigð á alþjóðavettvangi. Gert hefur verið myndband til að kynna Reykjavík sem mótsstað. Reykjavík Bid for World Outgames 2017. Það má sjá hér fyrir ofan. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Valið stendur á milli Reykjavíkur og Miami varðandi það hvor borgin verður fyrir valinu sem mótsstaður fyrir World Outgames leikana árið 2017 samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi GLISA (Gay and Lesbian International Sports Association) sem haldinn var í gær. World Outgames er íþrótta-, menningar- og mannréttindahátíð sem stendur yfir í 10 daga fjórða hvert ár. Hátíðin er haldin á vegum GLISA og er opin öllum án tillits til kynhneigðar. Auk Reykjavíkur sóttu borgirnar Rio de Janeiro, Róm, Denver og Miami um að halda leikana. GLISA hefur ákveðið að valið standi einungis á milli Reykjavíkur og Miami og verður tilkynnt um hvor borgin hreppir leikana 2017 við opnun leikana í Antwerpen í Belgíu næsta sumar. Fyrstu World Outgames leikarnir voru haldnir sumarið 2006 í Montreal í Kanada. Þar tóku 8.000 íþróttamenn þátt í yfir 30 íþróttagreinum. Mannréttindaráðstefna leikanna var sótt af 1.600 þátttakendum og um 1.200 manns tóku þátt í hinum ýmsu menningar- og listviðburðum sem boðið var upp á. Næstu leikar fóru fram í Kaupmannahöfn sumarið 2009 og voru íþróttaiðkendur þá alls um 5.000 og þátttakendur í mannréttindaráðstefnu leikanna 1.000 talsins. Næstu leikar munu fara fram í Antwerpen í Belgíu sumarið 2013 og er búist við miklum fjölda gesta. Þátttakendur í leikunum koma frá öllum heimshornum. Þar koma saman íþróttamenn, listamenn og fagfólk á sviði mannréttinda - margir frá löndum þar sem samkynhneigð er enn ólögleg og falin. Talið er að hægt verði að bjóða upp á 30 íþróttagreinar og keppnir í Reykjavík ásamt mjög kraftmiklum lista- og menningarviðburðum. Þá er enginn vafi á því að ráðstefnuaðstaðan í Reykjavík getur vel mætt þeim kröfum sem gerðar eru vegna mannréttindaráðstefnunnar sem haldin er í tengslum við leikana. Breiður hópur fólks hefur unnið að umsókninni en reiknað er með bæði Reykjavíkurborg og ríkið komi að undirbúningi og fjármögnun leikanna og leggi m.a. til aðstöðu undir þá en sérstakt fyrirtæki mun hafa umsjón með mótshaldinu. Höfuðborgarstofa, ÍTR, mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar og Ráðstefnuborgin Reykjavík standa að baki umsókninni auk Samtakanna ´78 og fleiri standa að baki umsókninni. Þess má einnig geta að Jón Gnarr hefur látið til sín taka í umræðunni um samkynhneigð á alþjóðavettvangi. Gert hefur verið myndband til að kynna Reykjavík sem mótsstað. Reykjavík Bid for World Outgames 2017. Það má sjá hér fyrir ofan.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira