Lífið

Léttsveitin söng inn jólin

Myndir/Lífið.
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur hélt eftirminnilega aðventutónleika í Langholtskirkju í kvöld undir stjórn Gísla Magna.  Hulda Björk Garðarsdóttir sópran söng með kórnum, Tómas R. Einarsson lék á bassa, um píanóleik sá Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Kjartan Guðnason lék á slagverk. Þéttsetið var á tónleikunum sem voru frábærir að mati gesta. Meðfylgjandi myndir voru teknar af meðlimum kórsins baksviðs þar sem mikil gleði ríkti eins og sjá má.  Aðrir aðventutónleikar Léttsveitarinnar verða laugardaginn 8. desember í Langholtskirkju næstkomandi klukkan 16:00.

Heimasíða Léttsveitar Reykjavíkur.

Glæsileikinn var allsráðandi.
Yndislegt andrúmsloft ríkti baksviðs eftir vel heppnaða jólatónleika kórsins.
Fatnaður kvennanna var grænn, svartur og rauður og það skilaði sér vissulega til áhorfenda sem hlýddu á fallegan söng samhliða litagleðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×