Lífið

Jóladanssýning DanceCenter Reykjavík

Stórglæsileg jólasýning og 5 ára afmælishátíð DanceCenter Reykjavík var haldin á dögunum. í Hörpu. Eins og sjá má á myndunum var gleðin í fyrirrúmi þar sem fagnað var fjölbreytni í hverju samfélagi, lífsgleði og frelsi hvers einstaklings. Nemendur höfðu æft af miklum eldmóði fyrir sýninguna og á henni fengu þeir útrás fyrir sköpunarþörfina, sem dansinn uppfyllir og sýndu gestum brot af því besta.

Forskráning er nú þegar hafin á vorönn DanceCenter Reykjavík, sem hefst 14. janúar og mun velunnari skólans Kameron Bink úr sjónvarpsþáttunum So You Think You Can Dance? verða áfram aðalkennari skólans, alla önnina með fullt af nýjungum. Nánari upplýsingar á dancecenter.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira