Innlent

Vilborg lögð af stað á Suðurpólinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilborg er lögð af stað upp á Suðurpólinn.
Vilborg er lögð af stað upp á Suðurpólinn.
Vilborg Arna Gissurardóttir hóf í gær göngu sína á Suðurpólnum en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt Jarðar taki um 50 daga.

Vilborg hefur síðustu daga dvalið í tjaldbúðum ALE (antarctic logistics and expeditions) í Union Glacier en þaðan fara flestir leiðangrar á Suðurpólinn. Frá Union Glacier var Vilborgu flogið til Hercules Inlet, þar sem hún hóf gönguna sína. Vilborg var brött í lok fyrsta göngudags en hún bloggar um upphaf göngunnar á heimasíðu sinni: www.lifsspor.is.

Vilborg Arna fer þessa göngu í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans. Menn geta sett sig í spor Vilborgar með því að heita á hana í síma 908 1515 ( 1500 kr) eða með frjálsum framlögum á heimasíðunni www.lifsspor.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.