„Ég er ekki í neinum hefndarhug“ 22. nóvember 2012 09:21 Egill Einarsson er í opinskáu viðtali í Monitor í dag. „Ég dró mig úr sviðsljósinu meðan þetta mál var í gangi. Afhverju ætti ég að draga mig úr sviðsljósinu til lengri tíma, ég er saklaus af þessum viðbjóði sem ég var sakaður um. Það kemur náttúrulega ekkert til greina að ég láti nokkra vitleysinga og rangar sakargiftir stjórna lífi mínu," segir Egill „Gillzenegger" Einarsson, í einlægu viðtali við unglingablaðið Monitor sem kom út í dag. Í viðtalinu fer Egill yfir víðan völl og talar opinskátt um nauðgunarkæruna sem barst honum síðastliðið haust. Ríkissaksóknari ákvað að ekki væri tilefni til að gefa út ákæru í málinu, þar sem ekki þótti líkur á sakfellingu. Nú hefur ríkissaksóknari fyrirskipað lögreglu að rannsaka hvort Egill hafi verið hafður fyrir röngum sakargiftum og hvort framburður vitna í máli hans hafi verið rangur. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Það er erfitt að lýsa því hvernig það er að vera sakaður um glæp sem maður framdi ekki, og svona hræðilegan glæp," segir Egill. „Við erum að tala um margar andvökunætur og það var leiðinlegt að sofna með hnút í maganum og vakna með sama hnút. Ég hafði nú samt alltaf meiri áhyggjur af fjölskyldunni minni, hvernig þau höndluðu þennan skelfilega áburð. Þetta hafði mikil áhrif á móður mína til dæmis, hún tók þetta nærri sér. Fósturmamma Gurrýjar, unnustu minnar, lést í janúar og það var sérkennilega erfitt að fylgja henni til grafar í skugga nauðgunarkæru. Sko, það sem ég er að reyna að segja er að þetta litar líf manns, eiginlega setur skugga á allt sem maður gerir," segir Egill. Hann segir að áður en kæran var lögð fram hafi fólk haft miklar skoðanir á sér. Hann hafi verið búinn að storka femínistum til gamans „og það var eins og sumar þeirra fögnuðu þessari kæru, eins ósmekklegt og það hljómar. Drífa Snædal, sem hefur verið framarlega í femínistahreyfingunni, skrifaði umsvifalaust grein undir yfirskriftinni „ég heimta opinbera ákæru" án þess að geta mögulega vitað neitt um hvað hún var að tala," segir Egill. Spurður, að ef lögreglan finni ekki nógu miklar sannanir til að ákæra stúlkurnar, hvort hann sé þá kominn aftur á byrjunarreit, segir Egill. „Nei. Ég get ekki séð það þannig að allt hangi á því hvað kemur út úr þessari rannsókn. Ég er ekki í neinum hefndarhug gangnvart þeim sem lögðu fram kæru á sínum tíma en í mínum huga blasir við að hún er á annarlegum forsendum. Engu að síður bind ég vonir við að lögreglan sjái að það er mikilvægt að fá formlega niðurstöðu út úr þessu. Gögn málsins æpa á meinsæri, en ég hef hvorki vilja né nennu til að fara í einhver smáatriði hér," segir hann.Viðtalið má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Ég dró mig úr sviðsljósinu meðan þetta mál var í gangi. Afhverju ætti ég að draga mig úr sviðsljósinu til lengri tíma, ég er saklaus af þessum viðbjóði sem ég var sakaður um. Það kemur náttúrulega ekkert til greina að ég láti nokkra vitleysinga og rangar sakargiftir stjórna lífi mínu," segir Egill „Gillzenegger" Einarsson, í einlægu viðtali við unglingablaðið Monitor sem kom út í dag. Í viðtalinu fer Egill yfir víðan völl og talar opinskátt um nauðgunarkæruna sem barst honum síðastliðið haust. Ríkissaksóknari ákvað að ekki væri tilefni til að gefa út ákæru í málinu, þar sem ekki þótti líkur á sakfellingu. Nú hefur ríkissaksóknari fyrirskipað lögreglu að rannsaka hvort Egill hafi verið hafður fyrir röngum sakargiftum og hvort framburður vitna í máli hans hafi verið rangur. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Það er erfitt að lýsa því hvernig það er að vera sakaður um glæp sem maður framdi ekki, og svona hræðilegan glæp," segir Egill. „Við erum að tala um margar andvökunætur og það var leiðinlegt að sofna með hnút í maganum og vakna með sama hnút. Ég hafði nú samt alltaf meiri áhyggjur af fjölskyldunni minni, hvernig þau höndluðu þennan skelfilega áburð. Þetta hafði mikil áhrif á móður mína til dæmis, hún tók þetta nærri sér. Fósturmamma Gurrýjar, unnustu minnar, lést í janúar og það var sérkennilega erfitt að fylgja henni til grafar í skugga nauðgunarkæru. Sko, það sem ég er að reyna að segja er að þetta litar líf manns, eiginlega setur skugga á allt sem maður gerir," segir Egill. Hann segir að áður en kæran var lögð fram hafi fólk haft miklar skoðanir á sér. Hann hafi verið búinn að storka femínistum til gamans „og það var eins og sumar þeirra fögnuðu þessari kæru, eins ósmekklegt og það hljómar. Drífa Snædal, sem hefur verið framarlega í femínistahreyfingunni, skrifaði umsvifalaust grein undir yfirskriftinni „ég heimta opinbera ákæru" án þess að geta mögulega vitað neitt um hvað hún var að tala," segir Egill. Spurður, að ef lögreglan finni ekki nógu miklar sannanir til að ákæra stúlkurnar, hvort hann sé þá kominn aftur á byrjunarreit, segir Egill. „Nei. Ég get ekki séð það þannig að allt hangi á því hvað kemur út úr þessari rannsókn. Ég er ekki í neinum hefndarhug gangnvart þeim sem lögðu fram kæru á sínum tíma en í mínum huga blasir við að hún er á annarlegum forsendum. Engu að síður bind ég vonir við að lögreglan sjái að það er mikilvægt að fá formlega niðurstöðu út úr þessu. Gögn málsins æpa á meinsæri, en ég hef hvorki vilja né nennu til að fara í einhver smáatriði hér," segir hann.Viðtalið má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira