„Ég er ekki í neinum hefndarhug“ 22. nóvember 2012 09:21 Egill Einarsson er í opinskáu viðtali í Monitor í dag. „Ég dró mig úr sviðsljósinu meðan þetta mál var í gangi. Afhverju ætti ég að draga mig úr sviðsljósinu til lengri tíma, ég er saklaus af þessum viðbjóði sem ég var sakaður um. Það kemur náttúrulega ekkert til greina að ég láti nokkra vitleysinga og rangar sakargiftir stjórna lífi mínu," segir Egill „Gillzenegger" Einarsson, í einlægu viðtali við unglingablaðið Monitor sem kom út í dag. Í viðtalinu fer Egill yfir víðan völl og talar opinskátt um nauðgunarkæruna sem barst honum síðastliðið haust. Ríkissaksóknari ákvað að ekki væri tilefni til að gefa út ákæru í málinu, þar sem ekki þótti líkur á sakfellingu. Nú hefur ríkissaksóknari fyrirskipað lögreglu að rannsaka hvort Egill hafi verið hafður fyrir röngum sakargiftum og hvort framburður vitna í máli hans hafi verið rangur. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Það er erfitt að lýsa því hvernig það er að vera sakaður um glæp sem maður framdi ekki, og svona hræðilegan glæp," segir Egill. „Við erum að tala um margar andvökunætur og það var leiðinlegt að sofna með hnút í maganum og vakna með sama hnút. Ég hafði nú samt alltaf meiri áhyggjur af fjölskyldunni minni, hvernig þau höndluðu þennan skelfilega áburð. Þetta hafði mikil áhrif á móður mína til dæmis, hún tók þetta nærri sér. Fósturmamma Gurrýjar, unnustu minnar, lést í janúar og það var sérkennilega erfitt að fylgja henni til grafar í skugga nauðgunarkæru. Sko, það sem ég er að reyna að segja er að þetta litar líf manns, eiginlega setur skugga á allt sem maður gerir," segir Egill. Hann segir að áður en kæran var lögð fram hafi fólk haft miklar skoðanir á sér. Hann hafi verið búinn að storka femínistum til gamans „og það var eins og sumar þeirra fögnuðu þessari kæru, eins ósmekklegt og það hljómar. Drífa Snædal, sem hefur verið framarlega í femínistahreyfingunni, skrifaði umsvifalaust grein undir yfirskriftinni „ég heimta opinbera ákæru" án þess að geta mögulega vitað neitt um hvað hún var að tala," segir Egill. Spurður, að ef lögreglan finni ekki nógu miklar sannanir til að ákæra stúlkurnar, hvort hann sé þá kominn aftur á byrjunarreit, segir Egill. „Nei. Ég get ekki séð það þannig að allt hangi á því hvað kemur út úr þessari rannsókn. Ég er ekki í neinum hefndarhug gangnvart þeim sem lögðu fram kæru á sínum tíma en í mínum huga blasir við að hún er á annarlegum forsendum. Engu að síður bind ég vonir við að lögreglan sjái að það er mikilvægt að fá formlega niðurstöðu út úr þessu. Gögn málsins æpa á meinsæri, en ég hef hvorki vilja né nennu til að fara í einhver smáatriði hér," segir hann.Viðtalið má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Ég dró mig úr sviðsljósinu meðan þetta mál var í gangi. Afhverju ætti ég að draga mig úr sviðsljósinu til lengri tíma, ég er saklaus af þessum viðbjóði sem ég var sakaður um. Það kemur náttúrulega ekkert til greina að ég láti nokkra vitleysinga og rangar sakargiftir stjórna lífi mínu," segir Egill „Gillzenegger" Einarsson, í einlægu viðtali við unglingablaðið Monitor sem kom út í dag. Í viðtalinu fer Egill yfir víðan völl og talar opinskátt um nauðgunarkæruna sem barst honum síðastliðið haust. Ríkissaksóknari ákvað að ekki væri tilefni til að gefa út ákæru í málinu, þar sem ekki þótti líkur á sakfellingu. Nú hefur ríkissaksóknari fyrirskipað lögreglu að rannsaka hvort Egill hafi verið hafður fyrir röngum sakargiftum og hvort framburður vitna í máli hans hafi verið rangur. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Það er erfitt að lýsa því hvernig það er að vera sakaður um glæp sem maður framdi ekki, og svona hræðilegan glæp," segir Egill. „Við erum að tala um margar andvökunætur og það var leiðinlegt að sofna með hnút í maganum og vakna með sama hnút. Ég hafði nú samt alltaf meiri áhyggjur af fjölskyldunni minni, hvernig þau höndluðu þennan skelfilega áburð. Þetta hafði mikil áhrif á móður mína til dæmis, hún tók þetta nærri sér. Fósturmamma Gurrýjar, unnustu minnar, lést í janúar og það var sérkennilega erfitt að fylgja henni til grafar í skugga nauðgunarkæru. Sko, það sem ég er að reyna að segja er að þetta litar líf manns, eiginlega setur skugga á allt sem maður gerir," segir Egill. Hann segir að áður en kæran var lögð fram hafi fólk haft miklar skoðanir á sér. Hann hafi verið búinn að storka femínistum til gamans „og það var eins og sumar þeirra fögnuðu þessari kæru, eins ósmekklegt og það hljómar. Drífa Snædal, sem hefur verið framarlega í femínistahreyfingunni, skrifaði umsvifalaust grein undir yfirskriftinni „ég heimta opinbera ákæru" án þess að geta mögulega vitað neitt um hvað hún var að tala," segir Egill. Spurður, að ef lögreglan finni ekki nógu miklar sannanir til að ákæra stúlkurnar, hvort hann sé þá kominn aftur á byrjunarreit, segir Egill. „Nei. Ég get ekki séð það þannig að allt hangi á því hvað kemur út úr þessari rannsókn. Ég er ekki í neinum hefndarhug gangnvart þeim sem lögðu fram kæru á sínum tíma en í mínum huga blasir við að hún er á annarlegum forsendum. Engu að síður bind ég vonir við að lögreglan sjái að það er mikilvægt að fá formlega niðurstöðu út úr þessu. Gögn málsins æpa á meinsæri, en ég hef hvorki vilja né nennu til að fara í einhver smáatriði hér," segir hann.Viðtalið má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira