Erlent

Bíræfinn þjófur stal lyklakippu úr Tower of London

Rannsókn er hafin í London á því hvernig bífræfnum þjófi tókst að stela lyklakippu úr Tower of London þar sem bresku krúnudjásnin eru geymd undir lás og slá.

Þjófnaður þessi kom í ljós í síðustu viku en á lyklakippunni voru lyklarnir að veitingahúsi kastalans, ráðstefnuherbergjum hans og vindubrúnni.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að krúnudjásnin hafi ekki verið í neinni hættu í þessu innbroti. Fram kemur að öryggisráðstafnir hafi brugðist í innbrotinu en að búið sé að skipta um lása á fyrrgreindum stöðum.

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×