Erlent

Mikill fjöldi atvinnulausra ungra kennara í Danmörku

Fjöldi ungra atvinnulausra grunnskólakennara í Danmörku hefur tvöfaldast milli ára. Í fyrrahaust voru 350 af grunnskólakennurum undir þrítugu atvinnulausir í Danmörku en í haust er þessi tala komin upp í 750 kennara.

Í umfjöllun um málið í Politiken er haft eftir Anders Bondo Christensen formanni Kennarasambands Danmerkur að þessar tölur séu hörmulegar. Danir séu í hættu á að missa um hálfa kynslóð af þessum kennurum í náinni framtíð.

Þetta aukna atvinnuleysi meðal ungra grunnskólakennara í Danmörku er í takt við þá þróun að atvinnuleysi meðal ungs fólks fer stöðugt vaxandi í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×