Erlent

Viðamikil verkföll og mótmæli víða í Evrópu í dag

Búast má við truflunum á daglegu lífi fólks víða í Evrópu í dag vegna umfangsmikilla verkfalla og mótmæla í álfunni.

Alls munu 40 samtök í 26 löndum taka þátt í þessum aðgerðum. Einn verst verður ástandið í suðurhluta Evrópu, það er á Spáni, Grikklandi, Portúgal og Ítalíu.

Verkföll hófust á Spáni og í Portúgal á miðnætti en síðan bættist Ítalía í hópinn í morgun og Grikkir standa að allsherjarverkfalli síðar í dag. Samhliða þessu verður efnt til mótmæla í löndum á borð við Belgíu, Þýskaland, Frakkland og Bretland. Samtök í öðrum löndum eins og Norðurlöndunum munu láta stuðningsyfirlýsingar nægja.

Með þessum aðgerðum á að mótmæla atvinnuleysi og niðurskurði í Evrópulöndum. Það er samband verkalýðsfélaga í Evrópu sem hvetur til þessara verkfalla og mótmæla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×