Erlent

Endaspretturinn framundan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fréttaritari BBC segir að úrslitin séu enn óráðin.
Fréttaritari BBC segir að úrslitin séu enn óráðin. Mynd/ BBC
Lokadagur kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum er í dag og á morgun verður kjörfundur. Skoðanakannanir á landsvísu sýna jafna stöðu Obama og Romneys, en þær segja aftur á móti ekki alla söguna.

Bæði Barack Obama, núverandi forseti, og Mitt Romney frambjóðandi Repúblikana fóru víða í gær til þess að kynna málstað sinn. Romney hélt meðal annars ræðu í Pennsylvaníu en ráðgjafar hans telja að hann eigi nú góðan möguleika á sigri þar. Obama var aftur á móti í New Hampshire og Flórída og fór síðan til Ohio og Colorado um kvöldið.

Obama og Romney eru nánast jafnir í skoðanakönnunum sem gerðar eru á landsvísu en skoðanakannanir sem gerðar eru í nokkrum lykilríkjum sýna að Obama hefur þar forskot. Og það eru þau ríki, en ekki fylgið á landsvísu sem skiptir máli þegar talið er upp úr kjörkössunum.

Fréttaritari bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC, Mark Mardell, segir þó víst að hvorugur frambjóðendanna sé öruggur um sigur eins og staðan er núna. Baráttan mun vera mest spennandi í Ohio.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×