Þrír meðlimir Lynyrd Skynyrd létust í mannskæðu flugslysi 22. október 2012 13:05 Þennan dag fyrir réttum 35 árum, hinn 20. október árið 1977, fórst flugvél í skóglendi í Mississippiríki í Bandaríkjunum. Sex létust, þar á meðal þrír meðlimir rokksveitarinnar Lynyrd Skynyrd, sem hafði tekið Bandaríkin með trompi með lögum eins og Free Bird og ofursmellinum sígilda Sweet Home Alabama. Ronnie Van Zant, Bob Burns, Gary Rossington, Allen Collins og Larry Junstrom, gagnfræðaskólavinir frá Flórída, höfðu stofnað sveitina árið 1964 undir nafninu My Backyard en ekki orðið mikið ágengt á landsvísu. Það breyttist árið 1973, skömmu eftir að þeir tóku upp nafnið Lynyrd Skynyrd, sem er afbökun á nafni gamla leikfimikennarans þeirra Leonards Skinner. Skynyrd gaf þetta ár út plötu og lagið Free Bird sló í gegn. Ári síðar kom platan Second Helping, þar sem Sweet Home Alabama var að finna. Skynyrd hafði þar tekið afgerandi forystu í svokölluðu Suðurríkjarokki og naut mikilla vinsælda. Á tónleikaferð árið 1977, þar sem systkinin Cassie og Steve Gaines höfðu skömmu áður gengið til liðs við sveitina, voru þau á leið frá Suður-Karólínu til Louisiana í leiguflugvél. Vélin fór allt í einu að missa flugið þar sem eldsneytisbirgðirnar þraut og loks hrapaði hún til jarðar. Gaines-systkinin og aðalsöngvarinn, Van Zant, létust ásamt aðstoðarrótara, flugmanni og flugstjóra en tuttugu lifðu af. Orsakir slyssins voru síðar raknar til mistaka hjá áhöfninni. Sagan segir að Aerosmith hafi sumarið áður íhugað að leigja flugvélina en litist illa á áhöfnina. Skynyrd var endurlífguð árið 1987, þar sem fimm af þeim sem komust lífs af voru meðal meðlima, og er hún enn í dag að spila fyrir aðdáendur sína og gaf meðal annars út sína fjórtándu breiðskífu í ár. - þj Heimild: History.com Tónlist Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þennan dag fyrir réttum 35 árum, hinn 20. október árið 1977, fórst flugvél í skóglendi í Mississippiríki í Bandaríkjunum. Sex létust, þar á meðal þrír meðlimir rokksveitarinnar Lynyrd Skynyrd, sem hafði tekið Bandaríkin með trompi með lögum eins og Free Bird og ofursmellinum sígilda Sweet Home Alabama. Ronnie Van Zant, Bob Burns, Gary Rossington, Allen Collins og Larry Junstrom, gagnfræðaskólavinir frá Flórída, höfðu stofnað sveitina árið 1964 undir nafninu My Backyard en ekki orðið mikið ágengt á landsvísu. Það breyttist árið 1973, skömmu eftir að þeir tóku upp nafnið Lynyrd Skynyrd, sem er afbökun á nafni gamla leikfimikennarans þeirra Leonards Skinner. Skynyrd gaf þetta ár út plötu og lagið Free Bird sló í gegn. Ári síðar kom platan Second Helping, þar sem Sweet Home Alabama var að finna. Skynyrd hafði þar tekið afgerandi forystu í svokölluðu Suðurríkjarokki og naut mikilla vinsælda. Á tónleikaferð árið 1977, þar sem systkinin Cassie og Steve Gaines höfðu skömmu áður gengið til liðs við sveitina, voru þau á leið frá Suður-Karólínu til Louisiana í leiguflugvél. Vélin fór allt í einu að missa flugið þar sem eldsneytisbirgðirnar þraut og loks hrapaði hún til jarðar. Gaines-systkinin og aðalsöngvarinn, Van Zant, létust ásamt aðstoðarrótara, flugmanni og flugstjóra en tuttugu lifðu af. Orsakir slyssins voru síðar raknar til mistaka hjá áhöfninni. Sagan segir að Aerosmith hafi sumarið áður íhugað að leigja flugvélina en litist illa á áhöfnina. Skynyrd var endurlífguð árið 1987, þar sem fimm af þeim sem komust lífs af voru meðal meðlima, og er hún enn í dag að spila fyrir aðdáendur sína og gaf meðal annars út sína fjórtándu breiðskífu í ár. - þj Heimild: History.com
Tónlist Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning