WOW air kaupir Iceland Express 23. október 2012 16:07 Skúli Mogensen eigandi WOW air. Flugfélagið WOW air hefur keypt rekstur Iceland Express. Frá þessu var greint á starfsmannafundi sem hófst klukkan fjögur. Það er Skúli Mogensen sem rekur WOW air. Flugfélagið hóf störf í vor. Í tilkynningu frá WOW air segir að ekki sé um sameiningu að ræða heldur taki WOW air aðeins yfir flugáætlun Iceland Express. Flogið verður framvegis undir merkjum fyrrnefnda félagsins. „Við erum virkilega ánægð með kaupin og bjóðum farþega Iceland Express hjartanlega velkomna um borð. Iceland Express hefur verið brautryðjandi lággjaldaflugfélaga á Íslandi og var stundvísasta flugfélagið á Íslandi síðastliðið sumar. Þessi kaup munu stórefla starfsemi WOW air og tyggja að við getum áfram boðið lægsta verðið og frábæra þjónustu. Við munum samstundis geta stóraukið tíðni okkar á flugferðum til London og Kaupmannahafnar og jafnframt tryggt aukið framboð og nýja áfangastaði næsta sumar," segir Skúli Mogensen. WOW air mun bjóða strax upp á aukna tíðni til London og Kaupmannhafnar ásamt flugferðum í vetur til Berlínar, Salzburgar yfir skíðatímabilið og Varsjár og Kaunas yfir jólin. Frá og með næsta vori verður WOW air með fjórar A320 Airbus vélar og mun bjóða upp á 400 þúsund sæti til og frá Íslandi. Sumaráætlun félagsins verður til fimmtán áfangastaða í Evrópu: London, Kaupmannahafnar, Parísar, Amsterdam, Barcelona, Mílano, Zurich, Stuttgart, Dusseldorf, Berlínar, Lyon, Alicante, Frankfurt, Vilníus og Varsjár. Samhliða fjölgun áfangastaða mun tíðni fluga á marga áfangastaði aukast. WOW air er í eigu Títans, eignarhaldsfélags Skúla Mogensen, en flugfélagið hóf flug til valinna áfangastaða í Evrópu í maí á þessu ári. Þá var Baldur Oddur Baldursson forstjóri flugfélagsins. Hann lét af starfi í lok ágúst og Skúli tók sjálfur við sem forstjóri. Tengdar fréttir Hluta af starfsfólkinu sagt upp Pálmi Haraldsson, sem seldi í dag WOW air verðmætustu eignir Iceland Express, segir að óhjákvæmilegt verði að segja starsfólki upp þegar WOW air tekur starfsemina yfir. Hins vegar sé gert ráð fyrir að hluti starfsfólksins, og þar á meðal margir af lykilstarfsmönnum, muni fylgja verkefnum Iceland Express yfir til WOW. 23. október 2012 16:51 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Flugfélagið WOW air hefur keypt rekstur Iceland Express. Frá þessu var greint á starfsmannafundi sem hófst klukkan fjögur. Það er Skúli Mogensen sem rekur WOW air. Flugfélagið hóf störf í vor. Í tilkynningu frá WOW air segir að ekki sé um sameiningu að ræða heldur taki WOW air aðeins yfir flugáætlun Iceland Express. Flogið verður framvegis undir merkjum fyrrnefnda félagsins. „Við erum virkilega ánægð með kaupin og bjóðum farþega Iceland Express hjartanlega velkomna um borð. Iceland Express hefur verið brautryðjandi lággjaldaflugfélaga á Íslandi og var stundvísasta flugfélagið á Íslandi síðastliðið sumar. Þessi kaup munu stórefla starfsemi WOW air og tyggja að við getum áfram boðið lægsta verðið og frábæra þjónustu. Við munum samstundis geta stóraukið tíðni okkar á flugferðum til London og Kaupmannahafnar og jafnframt tryggt aukið framboð og nýja áfangastaði næsta sumar," segir Skúli Mogensen. WOW air mun bjóða strax upp á aukna tíðni til London og Kaupmannhafnar ásamt flugferðum í vetur til Berlínar, Salzburgar yfir skíðatímabilið og Varsjár og Kaunas yfir jólin. Frá og með næsta vori verður WOW air með fjórar A320 Airbus vélar og mun bjóða upp á 400 þúsund sæti til og frá Íslandi. Sumaráætlun félagsins verður til fimmtán áfangastaða í Evrópu: London, Kaupmannahafnar, Parísar, Amsterdam, Barcelona, Mílano, Zurich, Stuttgart, Dusseldorf, Berlínar, Lyon, Alicante, Frankfurt, Vilníus og Varsjár. Samhliða fjölgun áfangastaða mun tíðni fluga á marga áfangastaði aukast. WOW air er í eigu Títans, eignarhaldsfélags Skúla Mogensen, en flugfélagið hóf flug til valinna áfangastaða í Evrópu í maí á þessu ári. Þá var Baldur Oddur Baldursson forstjóri flugfélagsins. Hann lét af starfi í lok ágúst og Skúli tók sjálfur við sem forstjóri.
Tengdar fréttir Hluta af starfsfólkinu sagt upp Pálmi Haraldsson, sem seldi í dag WOW air verðmætustu eignir Iceland Express, segir að óhjákvæmilegt verði að segja starsfólki upp þegar WOW air tekur starfsemina yfir. Hins vegar sé gert ráð fyrir að hluti starfsfólksins, og þar á meðal margir af lykilstarfsmönnum, muni fylgja verkefnum Iceland Express yfir til WOW. 23. október 2012 16:51 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Hluta af starfsfólkinu sagt upp Pálmi Haraldsson, sem seldi í dag WOW air verðmætustu eignir Iceland Express, segir að óhjákvæmilegt verði að segja starsfólki upp þegar WOW air tekur starfsemina yfir. Hins vegar sé gert ráð fyrir að hluti starfsfólksins, og þar á meðal margir af lykilstarfsmönnum, muni fylgja verkefnum Iceland Express yfir til WOW. 23. október 2012 16:51