Meðfylgjandi myndir voru teknar í gærkvöldi þegar nýir eigendur veitingastaðarins UNO buðu til veglegrar veislu. Tilefnið var að Leifur Welding, hönnuður staðarins, hefur breytt hluta staðarins í glæsilega setustofu og glænýr matseðill var kynntur.
Eins og sjá má á myndunum var margt um manninn á þessum glæsilega stað í miðborginni.