Lífið

Síðasta rennsli fyrir Ellý Vilhjálms

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni var góð stemning á meðal tónlistarfólksins sem kemur fram á minningartónleikum Ellýjar Vilhjálms í Laugardalshöllinni í kvöld þegar síðasta rennslið fór fram í gærkvöldi.

Minningartónleikar Ellýjar Vilhjálms verða glæsilegir í alla staði. Einstakur ferill Ellyjar verður rifjaður upp í máli og myndum, tónlist og myndskeiðum. Laugardalshöllinni verður breytt í tímavél og gestir munu eiga kost á því að hverfa aftur til 7. áratugarins í eina kvöldstund.

Sjá meira um minningartónleikana hér - Sena.is.

Sönkonurnar Eivör, Guðrún og Kristjana saman á sviðinu í síðasta rennslinu fyrir tónleikana í kvöld.
Allar söngkonurnar syngja saman á sviðinu í Laugardalshöllinni í kvöld.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×