Lífið

Ásdís Rán og Samantha Fox trekkja að

Ásdís Rán fyrirsæta hefur nóg að gera í Búlgaríu þar sem hún er búsett. Um helgina var Ásdís fengin á vinsælan skemmtistað til að gefa aðdáendum hennar eiginhandaráritanir á meðan breska söngkonan Samantha Fox, 46 ára, söng fyrir gesti.

"Ég var að árita í Tequila klúbbnum þar sem Samanta Fox var að troða upp. Það var mjög skemmtilegt þar sem hún var idolið mitt þegar ég var lítil stelpa og ég var með plaköt af henni upp á veggjum. Hún lítur ótrúlega vel út ennþá þrátt fyrir aldur," segir Ásdís Rán.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Samönthu og Ásdísi umrætt kvöld.

Ásdís hefur eignast margar vinkonur í Búlgaríu.
Samantha Fox var idolið hennar Ásdísar þegar hún var ung.
Ásdís Rán gaf aðdáendum eiginhandaráritanir á skemmtistaðnum Tequila.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×