Grínistinn Halldór Halldórsson, eða Dóri DNA eins og hann er kallaður, trúlofaðist kærustu sinni Magneu Guðmundsdóttur um helgina.
Parið er statt í Rússlandi þar sem Halldór er fulltrúi fjölskyldu sinnar á málþingi um afa sinn, Nóbelskáldið Halldór Laxness, í Moskvu.
Halldór og Magnea uppfærðu hjúskaparstöðu sína á samskiptasíðunni Facebook í gær og óhætt að segja að hamingjuóskunum rigndi yfir parið. Ásamt því að vera meðlimur í uppistandshópnum Mið-Ísland starfar Halldór sem hugmynda- og textasmiður hjá auglýsingastofunni Fíton.
- þeb, áp
Trúlofaðist í Moskvu
