Heimsótti heimili goðsins 16. október 2012 11:03 Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er nýkominn heim frá borginni Seattle þar sem hann tók þátt í tónlistarviðburðinum Reykjavík Calling. Auk hans komu þar fram Apparat Organ Quartet og Sudden Weather Change, ásamt heimasveitinni The Redwood Plan. Ásgeir Trausti notaði ferðina vel því hann fór einnig í viðtöl á útvarpsstöðinni KEXP og sjónvarpsstöðinni King 5 og tók lagið fyrir bandaríska hlustendur. Hægt er að hlusta á flutning Ásgeirs Trausta hjá KEXP með því að smella hér. Komið hefur fram að hinn sálugi Kurt Cobain úr hljómsveitinni Nirvana var í guðatölu hjá Ásgeiri Trausta þegar hann var að fikra sig áfram í tónlistinni á sínum yngri árum. Að sjálfsögðu nýtti hann tækifærið og skoðaði húsið þar sem rokkarinn bjó áður en hann lést 1994. Fyrsta plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, hefur rokið út síðan hún kom út fyrir rúmum mánuði. Hún hefur selst í um fimm þúsund eintökum en stutt er síðan Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu, spáði því í samtali við Fréttablaðið að platan færi yfir tíu þúsund eintaka múrinn fyrir jólin. Það virðist ætla að ganga eftir og rúmlega það. Hér fyrir ofan má sjá nýtt myndband þar sem Ásgeir Trausti flytur lagið Hljóða nótt. Fram undan hjá honum eru tónleikar með Snorra Helga á Græna hattinum 19. október. Í janúar heldur hann svo til Hollands þar sem hann spilar á bransahátíðinni Eurosonic. - fb Tónlist Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er nýkominn heim frá borginni Seattle þar sem hann tók þátt í tónlistarviðburðinum Reykjavík Calling. Auk hans komu þar fram Apparat Organ Quartet og Sudden Weather Change, ásamt heimasveitinni The Redwood Plan. Ásgeir Trausti notaði ferðina vel því hann fór einnig í viðtöl á útvarpsstöðinni KEXP og sjónvarpsstöðinni King 5 og tók lagið fyrir bandaríska hlustendur. Hægt er að hlusta á flutning Ásgeirs Trausta hjá KEXP með því að smella hér. Komið hefur fram að hinn sálugi Kurt Cobain úr hljómsveitinni Nirvana var í guðatölu hjá Ásgeiri Trausta þegar hann var að fikra sig áfram í tónlistinni á sínum yngri árum. Að sjálfsögðu nýtti hann tækifærið og skoðaði húsið þar sem rokkarinn bjó áður en hann lést 1994. Fyrsta plata Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, hefur rokið út síðan hún kom út fyrir rúmum mánuði. Hún hefur selst í um fimm þúsund eintökum en stutt er síðan Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu, spáði því í samtali við Fréttablaðið að platan færi yfir tíu þúsund eintaka múrinn fyrir jólin. Það virðist ætla að ganga eftir og rúmlega það. Hér fyrir ofan má sjá nýtt myndband þar sem Ásgeir Trausti flytur lagið Hljóða nótt. Fram undan hjá honum eru tónleikar með Snorra Helga á Græna hattinum 19. október. Í janúar heldur hann svo til Hollands þar sem hann spilar á bransahátíðinni Eurosonic. - fb
Tónlist Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira