Innlent

Eignuðust barn í bíl

„Rembingurinn kom bara í bílnum og svo fann ég þegar belgurinn sprakk og vatnið fór,“ segir Bergný Ösp Sigurðardóttir sem eignaðist barn í bíl í miðju Oddsskarði í sumar.

Barnsfaðir hennar, Guðni Tómasson, þurfti að taka á móti barninu en starfsmaður Neyðarlínunnar leiðbeindi honum í gegnum síma. Barnið kom í heiminn um 10 mínútum eftir að þau hringdu í 112.

Ítarlega verður fjallað um málið í öðrum þætti af Neyðarlínunni á Stöð 2, annað kvöld kl. 20.10 en hægt er að sjá brot úr þættinum hér fyrir ofan. Auk þess verður fjallað um hinn 3 ára Alexander Gabríelsson sem kveikti í heima hjá sér fyrir slysni og afar litlu mátti muna að illa færi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×