Lífið

1.700 hundruð manns í Viðey

myndir/lífið
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Yoko Ono sem mætti ásamt fylgdarliði út í Viðey í kvöld og var viðstödd þegar kveikt var á Friðarsúlunni í sjötta sinn. Samkvæmt upplýsingum frá Höfuðborgarstofu voru tæplega 1700 manns viðstaddir athöfnina. Gleðin skein úr hverju andliti enda andrúmsloftið gott.

Yoko hélt stutta ræðu áður en ljósin voru tendruð. Þar sagði hún meðal annars að andi þeirra sem heiðraðir voru í dag og eru fallnir frá væri með þeim. Þá hallaði Yoko aftur augunum eins og sjá má á myndunum þegar ljósin kviknuðu.

myndir/lífið





Fleiri fréttir

Sjá meira


×