Jóhanna hættir: "Tilhugsunin er góð“ 27. september 2012 19:00 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem hefur helgað sig stjórnmálum helming ævi sinnar, ætlar að hætta í stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þorbjörn Þórðarson ræddi við Jóhönnu á sjötta tímanum í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur setið á Alþingi frá árinu 1978. Að loknu þessu kjörtímabili hefur hún því verið þingmaður í 35 ár. Eitt af mestu afrekum Jóhönnu í stjórnmálum er að hafa orðið forsætisráðherra fyrstu hreinu félagshyggju- og jafnaðarmannastjórnarinnar á lýðveldistímanum eftir kosningar vorið 2009. Jóhanna segir bréfi sem hún sendi flokksmönnum í dag að allt hafi sinn tíma, líka hennar tími sem sé orðinn langur og viðburðarríkur. Að loknu þessu kjörtímabili hafi hún því ákveðið að láta af þáttöku í stjórnmálum. Þegar Jóhanna er spurð út í fræg ummæli sín um að hennar tími mun koma, og hvort hann sé nú liðinn, svarar Jóhanna: „Allt hefur sinn tíma, líka minn tími í pólitík og minn tími hefir verið langur." Jóhanna segist hafa ætlað að hætta að loknu kjörtímabilinu sem hófst 2007. Síðan hafi örlögin gripið í taumana en það voru eindregin tilmæli flokksmanna og þáverandi forystu Samfylkingarinnar að hún leiddi flokkinn í kosningum 2009. Að loknum kosningum varð Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkur landsins, mælt í fjölda þingmanna, en flokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna þá um vorið. Spurð hvað það sé sem hún sé stoltust af á ferli sínum, svarar Jóhanna því til að það sé árangur ríkisstjórnarinnar eftir hrunið. Jóhanna, sem klárar þetta kjörtímabil, ætlar að einbeita sér að því næstu sjö mánuði að klára stór mál eins og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, rammaáætlun um orkunýtingu og stjórnarskrármálið. En finnst henni óþægilegt að hætta eftir svo langan tíma í stjórnmálum? Jóhanna segist hafa íhugað það vel og lengi. „En ég verð að segja að tilhugsunin er góð," segir hún. Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem hefur helgað sig stjórnmálum helming ævi sinnar, ætlar að hætta í stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þorbjörn Þórðarson ræddi við Jóhönnu á sjötta tímanum í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur setið á Alþingi frá árinu 1978. Að loknu þessu kjörtímabili hefur hún því verið þingmaður í 35 ár. Eitt af mestu afrekum Jóhönnu í stjórnmálum er að hafa orðið forsætisráðherra fyrstu hreinu félagshyggju- og jafnaðarmannastjórnarinnar á lýðveldistímanum eftir kosningar vorið 2009. Jóhanna segir bréfi sem hún sendi flokksmönnum í dag að allt hafi sinn tíma, líka hennar tími sem sé orðinn langur og viðburðarríkur. Að loknu þessu kjörtímabili hafi hún því ákveðið að láta af þáttöku í stjórnmálum. Þegar Jóhanna er spurð út í fræg ummæli sín um að hennar tími mun koma, og hvort hann sé nú liðinn, svarar Jóhanna: „Allt hefur sinn tíma, líka minn tími í pólitík og minn tími hefir verið langur." Jóhanna segist hafa ætlað að hætta að loknu kjörtímabilinu sem hófst 2007. Síðan hafi örlögin gripið í taumana en það voru eindregin tilmæli flokksmanna og þáverandi forystu Samfylkingarinnar að hún leiddi flokkinn í kosningum 2009. Að loknum kosningum varð Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkur landsins, mælt í fjölda þingmanna, en flokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna þá um vorið. Spurð hvað það sé sem hún sé stoltust af á ferli sínum, svarar Jóhanna því til að það sé árangur ríkisstjórnarinnar eftir hrunið. Jóhanna, sem klárar þetta kjörtímabil, ætlar að einbeita sér að því næstu sjö mánuði að klára stór mál eins og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, rammaáætlun um orkunýtingu og stjórnarskrármálið. En finnst henni óþægilegt að hætta eftir svo langan tíma í stjórnmálum? Jóhanna segist hafa íhugað það vel og lengi. „En ég verð að segja að tilhugsunin er góð," segir hún.
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Sjá meira