Íslendingar hafa ekki farið varhluta af ævintýrabókaröðinni A Song of Ice and Fire eftir George R. R. Martin, en upp úr henni voru sjónvarpsþættirnir vinsælu Game of Thrones unnir.
Þættirnir voru að stórum hluta teknir upp á Íslandi og nú stendur til að gefa fyrstu bókina í seríunni, sem sjónvarpsþættirnir draga nafn sitt af, út í íslenskri þýðingu.
Bókafélagið Ugla gefur út en útgefandi Uglu er Jakob F. Ásgeirsson, ritstjóri tímaritsins Þjóðmála.
- bþh , kg
Game of Thrones á íslensku
