Lífið

Bono horfði á Sigur Rós

U2 voru á meðal gesta á tónleikum Sigur Rósar.
U2 voru á meðal gesta á tónleikum Sigur Rósar.
Bono og The Edge úr írsku hljómsveitinni U2 voru á meðal gesta á tónleikum Sigur Rósar á írsku tónlistarhátíðinni Electric Picnic síðastliðið föstudagskvöld.

Þeir félagar höfðu samband við herbúðir Sigur Rósar og báðu um að fá að horfa á tónleikana frá sviðsvængnum. Að sjálfsögðu var góðfúslega orðið við þeirri beiðni.

Upp úr dúrnum kom að Bono vissi mikið um hljómsveitina og var greinilega alvöru aðdáandi. Minntist hann sérstaklega á hvað Georg Hólm væri flottur bassaleikari.

Sigur Rós er þessa dagana á tónleikaferð um Evrópu og spilaði sveitin í kastala í ítölsku borginni Verona á sunnudagskvöld fyrir framan tólf þúsund manns.

Íslendingar þurfa að bíða til 4. nóvember til að berja Sigur Rós augum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×