Innlent

Illugi nýr þingflokksformaður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Illugi Gunnarsson er nýr þingflokksformaður.
Illugi Gunnarsson er nýr þingflokksformaður.
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið við stöðu þingflokksformanns að nýju. Hann staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Þetta var tillaga formanns sem var síðan rædd og síðan varð hún niðurstaðan," segir Illugi í samtali við Vísi.

Illugi sinnti starfinu frá 2009 til 2010. Síðan hvarf Illugi af þingi vegna rannsóknar á sjóði 9 hjá Glitni, en tók aftur sæti þegar þeirri rannsókn lauk. Ragnheiður Elín gegndi embættinu eftir að Illugi tók hlé frá þingstörfum.

Skiptar skoðanir voru á þingflokksfundinum í morgun um það hvort Illugi ætti að taka aftur við af Ragnheiði Elínu. Illugi vill þó, í samtali við Vísi, ekkert segja til um það hvort Ragnheiður Elín hafi verið ósátt við niðurstöðuna. „Ég held að það sé ekki rétt að ég sé að tjá mig um hennar afstöðu," segir Illugi.

Illugi segir þó að það mat sitt og annarra hafi komið fram á fundinum að Ragnheiður Elín hefði unnið ágætt starf. „En þetta var hiðurstaðan og það var ágæt sátt um hana þegar menn gengu út af fundinum," segir Illugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×