Innlent

Hugmyndir reifaðar um að færa stjórnarráðið í Þjóðmenningarhúsið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu.
Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu.
Þær hugmyndir hafa verið ræddar innan stjórnarráðsins að flytja það úr gamla Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu yfir í Þjóðmenningarhúsið á Hverfisgötu. Viðskiptablaðð greinir frá því að stjórnarráðið sé nú þegar með starfsemi víðar en í gamla húsinu, sem áður hýsti fanga, svo sem við Hverfisgötuna.

Samkvæmt heimildum Vísis eru hugmyndirnar um flutninginn meðal annars tilkomnar í framhaldi af umræðu um öryggismál eftir að sprengja fannst við Stjórnarráðshúsið fyrir einungis fáeinum mánuðum. Engum varð meint af því atviki en verr hefði getað farið.

Rétt er að taka fram að einungis hefur verið um að ræða hugmyndir sem varpað hefur fram og hafa þær ekki verið teknar til alvarlegrar skoðunar. „Þetta er klárlega ekki á döfinni," segir Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×