Innlent

Nýju framboðin ná ekki manni á þing

BBI skrifar
Frá garðinum við Alþingishúsið.
Frá garðinum við Alþingishúsið. Mynd/GVA
Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir bæta við sig fylgi samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar lítillega en hann nýtur þó enn langmesta fylgisins. Nýju framboðin fjögur ná ekki manni á þing.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 36% fylgi og lækkar um eitt prósent frá síðasta mánuði. Þetta hlutfall er um helmingi meira en flokkurinn fékk í síðustu kosningum.

Samfylkingin stendur í stað með 21% fylgi. Vinstri grænir bæta við sig rúmu prósenti á fá ríflega 13%.

Framsóknarflokkurinn bætir við sig 1,5% og nær nú um 14% fylgi. Nýju framboðin fjögur mælast öll með innan við 5% fylgi en það er markið sem þarf til þess að koma manni á þing. Björt framtíð Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu Kristínar Helgadóttur kemst næst þessu marki og mælist með 4,5% fylgi.

Fylgi ríkisstjórnarinnar eykst samkvæmt könnuninni fjórða mánuðinn í röð. Nú segjast 34% styðja hana.

13% myndu skila auðu ef kosið yrði í dag og liðlega 14% svarenda taka ekki afstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×