Innlent

Fékk minnisblað um vafasama hætti Kögunar

Jón Baldvin Hannibalsson bar vitni í morgun.
Jón Baldvin Hannibalsson bar vitni í morgun.
Jón Baldvin Hannibalsson sagðist hafa fengið sent minnisblað frá Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins árið 1995, mánuði áður en hann hætti sem utanríkisráðherra, þar sem kom fram, í frekar hlutlausu máli, að fyrirtækið Kögun væri hugsanlega vafasamt.

Þetta kom fram í meiðyrðamáli Gunnlaugs M. Sigmundssonar gegn Teiti Atlasyni vegna skrifa hans um Kögun á bloggsíðu sinni á dv.is.

Jón Baldvin segir að minnisblaðið sem hann hafi fengið í apríl 1995 hafi verið handónýtur embættispappír sem hann hefði átt að senda til baka og láta greina frekar á sínum tíma, en gerði þó aldrei. Áhyggjur voru útlistaðar í minnisblaðinu þrátt fyrir að engin efnisleg afstaða væri tekin í málinu.

Þar kom fram orðalag eins og að eitthvað innan Kögunar væri vafasamt, auk þess sem spurningar voru spurðar um eignarhald á félaginu, meðal annars eignarhald ættmenna Gunnlaugs.

Jón Baldvin segir að vegna anna, bæði vegna þess að hann stóð í miðri kosningabaráttu, auk þess sem hann starfaði sem formaður stjórnmálaflokks, þá hafi hann ákveðið að minnisblaðið gæti beðið næsta ráðherra. Því aðhafðist hann ekkert í málinu.

Jón Baldvin sagði hinsvegar að örlögin hefðu hagað því þannig að hefði ekki verið endurkjörinn, heldur hafi flokksbróðir Gunnlaugs, Halldór Ásgrímsson, tekið við embætti utanríkisráðherra, og ekkert heyrðist meira af málefnum Kögunar.

Þá kom einnig fram að faðir Teits og Jón Baldvin eru gamlir skólabræður og vinir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×