Lífið

Á rauða dregilinn

Ísak Freyr Helgason.
Ísak Freyr Helgason.
Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason sá um förðun bresku fyrirsætunnar Suki Waterhouse þegar hún sótti GQ Men of The Year Awards.

Verðlaunahátíðin fór fram í óperuhúsinu í London á þriðjudag og var Waterhouse á meðal þeirra er létu mynda sig á rauða dreglinum fyrir framan húsið.

Ísak Freyr var að vonum ánægður með vinnu sína og tjáði sig um það á Facebook-síðu sinni. Ísak Freyr vakti fyrst athygli þegar hann kom fram sem hægri hönd Kalla Berndsen í sjónvarpsþáttunum Nýtt útlit sem sýndir voru á Skjá einum.

Hann hefur getið sér gott orð sem förðunarfræðingur síðustu ár og í lok ársins 2010 hélt hann utan til að reyna fyrir sér í tískubransanum í New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×