Innlent

Líkur á röskun á ferðum Herjólfs næstu daga

MYND/Arnþór
Samkvæmt fyrirliggjandi ölduspá fyrir Landeyjahöfn næstu daga eru tölvuverðar líkur á því að röskun verði á áætlun Herjólfs.

Forráðmenn Herjólfs vilja því góðfúslega biðja farþega sína að fylgjast vel með fréttum á vefsíðu ferjunnar, www.herjolfur.is, á facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í textavarpi.

Farþegar sem þurfa nauðsynlega að komast milli lands og Eyja á þessum tíma eru hvattir til að skoða mögulegar breytingar á sinni ferðaáætlun og flýta ef mögulegt er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×